Starfsaldursviðurkenningar 2019

Myndasafn

Síðastliðinn fimmtudag, á kvöldvöku sem haldin var af starfsmönnum fyrir íbúa Höfða, voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 17 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Anna Snjólaug Eiríksdóttir, Evelyn Hipertor Jóhannsson, Guðrún Fanney Pétursdóttir, Gunnar Bergmann Steingrímsson, Harpa Hólm Heimisdóttir, Linda Hrönn Óðinsdóttir, Málmfríður Guðrún Sigurvinsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Valborg Reisenhaus og Þórlína Jóna Sveinbjörnsdóttir.

Fyrir 10 ára starf: Ásdís Garðarsdóttir, Ólöf Lilja Magnúsdóttir og Sigurður Jóhann Hauksson.

Fyrir 15 ára starf: Marianne Ellingsen.

Fyrir 20 ára starf: Ingigerður Höskuldsdóttir.

Fyrir 25 ára starf: Dagný Fjóla Guðmundsdóttir.

Fyrir 30 ára starf: Guðný Sjöfn Sigurðardóttir

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins og sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum  eða eru að láta af störfum á Höfða eftir farsælan starfsferil, þær eru Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Lára V. Jóhannesdóttir, Marianne Ellengsen, Sigríður V. Gunnarsdóttir og Guðfinna Þorgeirsdóttir.  Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 75 ára.

Um leið og Kjartan þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil afhenti hann þeim blómvönd og litla gjöf frá Höfða. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.

Ólína Ingibjörg ráðin hjúkrunarforstjóri

Á fundi stjórnar Höfða í gær var samþykkt að ráða Ólínu Ingibjörgu Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðing MLM í starf hjúkrunarforstjóra.

Ólína Ingibjörg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og lauk MS-MLM, meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun vorið 2019 frá Háskólanum á Bifröst.  Hún hefur starfað sem hjúkrunardeildarstjóri á Höfða frá árinu 2017.

Vöflukaffi Höfðavina

Myndasafn

Síðastliðinn laugardag var haldið vöflukaffi Höfðavina í tilefni af flutningi á snoker borði úr kjallara í sal á fyrstu hæð heimilisins.  Borðið hafði verið gefið á Höfða árið 1993 og hafði Guðmundur B. Hannah veg og vanda af komu borðsins á sínum tíma.  Borðið hafði staðið ónotað í kjallaranum og var í sjálfum sér ónothæft eins og ástand þess var orðið.  Stjórn Höfðavina hafði áhuga á að koma borðinu aftur í notkun og fékk fyrirtæki og stofnanir til að hjálpa við það verk.  Eftirfarandi aðilar styrktu verkið:

Akraneskaupstaður

Bílar og tjón ehf

Verslunin Einar Ólafsson ehf

Fasteignasalan Hákot ehf.

Vignir G. Jónsson ehf

Apótek Vesturlands ehf.

Hvalfjarðarsveit

Landsbankinn

Íslandsbanki

Bifreiðastöð ÞÞÞ

Steðji ehf.

Verslunin Bjarg ehf.

Model ehf.

Blikksmiðja Guðmundar ehf.

Endurskoðunarstofan Álit ehf.

B.M. Vallá ehf.

Topp Útlit ehf.

Bílver ehf.

Söfnunin gekk það vel að stjórn Höfðavina ákvað einnig að styrkja Höfða til tækjakaupa og færði heimilinu á gjöf Stellar standlyftara og vökvadælu með standi.

Þura Hreinsdóttir hjúkrunarforstjóri þakkaði Höfðavinum fyrir höfðinglegar gjafar  til Höfða.

Oddfellowstúkur færa Höfða gjöf

Myndasafn

Á þessu ári eru 200 ár frá því Oddfellowreglan á Íslandi var stofnuð.  Í tilefni afmælisins tóku Oddfellowstúkurnar á Akranesi; Egill og Ásgerður, höndum saman um gjöf til líknarmála á starfssvæði stúkanna, með stuðningi styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow. Var það sameiginleg niðurstaða reglusystkina að láta Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Höfða og Brákarhlíð njóta gjafanna. Gjafirnar hafa allar verið teknar í notkun en þær voru formlega afhentar að viðstöddu fjölmenni í Oddfellowhúsinu á Akranesi laugardaginn 9. mars. Smári V. Guðjónsson, yfirmeistari stúku Egils og Salvör Lilja Brandsdóttir, yfirmeistari stúku Ásgerðar, afhentu gjafirnar fyrir hönd Oddfellow, ásamt Sigurði Sigurðssyni, formanni stjórnar líknarsjóðs Egils og M. Hrönn Ríkharðsdóttur, formanni stjórnar líknarsjóðs Ásgerðar.

Stúkurnar færðu Höfða að gjöf fjölþjálfa ásamt aukahlutum. Tækið er aðgengilegt fyrir mjög stóran notendahóp, allt frá mjög spræku fólki, en einnig fyrir fólk með mjög skerta hreyfigetu. Eftir því sem heilsu og færni fólks versnar verða alltaf færri og færri úrræði sem ekki krefjast mikillar aðkomu frá starfsfólki og eru því alltaf færra fólk sem er hægt að hafa í þjálfun í einu. Fjölþjálfinn léttir því mikið undir í þjálfuninni.

Mikil ánægja er með tækið á Höfða og eru um 20 manns sem æfa nú reglulega og fleiri bætast stöðugt við.  Auðvelt er fyrir starfsfólk að læra á tækið og stuttan tíma tekur að koma fólki af stað sem ávallt er kostur.

Við á Höfða viljum þakka Oddfellowstúkunum fyrir höfðinglega gjöf og þann hlýhug sem fylgir gjöfinni.

Höfðagleði 2019

Myndasafn

Hin árlega Höfðagleði var haldin föstudagskvöldið 22.febrúar sl.  Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa og stjórn Höfða, alls um 200 manns. Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem eldhús Höfða reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.

Vilborg Guðbjartsdóttir sá um veislustjórn.  Rakel Pálsdóttir flutti nokkur lög. Síðan söng Bjarni töframaður og flutti gamanmál og töfrabrögð.

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.

Að lokum var dansað undir stjórn diskóteksins Dísu sem hélt uppi miklu stuði fram að miðnætti.

Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.

Þorrablót 2019

Myndasafn

Einn af föstum siðum á Höfða er að halda þorrablót á bóndadaginn. Þorrablótið var í hádeginu í dag og reiddi Ingigerður matráður og hennar fólk í eldhúsinu fram sérlega glæsilegt hlaðborð þar sem boðið var upp á allar gerðir þorramats og snafs með.

Gísli S. Einarsson kom með harmonikkuna og spilaði undir borðhaldi og stjórnaði fjöldsöng með Sigurði Guðmundssyni.

Jólaball 2018

Myndasafn

Á föstudaginn var haldið hið árlega jólaball á Höfða fyrir íbúa, starfsmenn og afkomendur. Höfðasalurinn var fullur af gestum, sá yngsti eins árs, sá elsti á tíunda áratugnum, og skemmtu sér allir konunglega.

Tveir jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum poka með góðgæti. Bjórbandið spilaði gömlu góðu jólalögin og gestirnir dönsuðu kringum jólatréð.

Að balli loknu þáðu gestir veitingar í boði Höfða.

 

Helgihald um hátíðarnar

Myndasafn

Nú um hádegisbilið var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í Höfðasal þar sem börn hennar og barnabörn sungu jólasálma og léku undir, en það er árvisst að afkomendur djáknans annast tónlistarflutning í helgistund á aðfangadag. Á annan í jólum verður hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45. Á gamlársdag verður svo helgistund djákna kl. 11.30, en þar mun kór Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd syngja.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Íbúar og starfsfólk Höfða.