Starfsaldursviðurkenningar 2019

Myndasafn

Síðastliðinn fimmtudag, á kvöldvöku sem haldin var af starfsmönnum fyrir íbúa Höfða, voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 17 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Anna Snjólaug Eiríksdóttir, Evelyn Hipertor Jóhannsson, Guðrún Fanney Pétursdóttir, Gunnar Bergmann Steingrímsson, Harpa Hólm Heimisdóttir, Linda Hrönn Óðinsdóttir, Málmfríður Guðrún Sigurvinsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Valborg Reisenhaus og Þórlína Jóna Sveinbjörnsdóttir.

Fyrir 10 ára starf: Ásdís Garðarsdóttir, Ólöf Lilja Magnúsdóttir og Sigurður Jóhann Hauksson.

Fyrir 15 ára starf: Marianne Ellingsen.

Fyrir 20 ára starf: Ingigerður Höskuldsdóttir.

Fyrir 25 ára starf: Dagný Fjóla Guðmundsdóttir.

Fyrir 30 ára starf: Guðný Sjöfn Sigurðardóttir

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins og sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum  eða eru að láta af störfum á Höfða eftir farsælan starfsferil, þær eru Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Lára V. Jóhannesdóttir, Marianne Ellengsen, Sigríður V. Gunnarsdóttir og Guðfinna Þorgeirsdóttir.  Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 75 ára.

Um leið og Kjartan þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil afhenti hann þeim blómvönd og litla gjöf frá Höfða. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.