Þorrablót 2019

Myndasafn

Einn af föstum siðum á Höfða er að halda þorrablót á bóndadaginn. Þorrablótið var í hádeginu í dag og reiddi Ingigerður matráður og hennar fólk í eldhúsinu fram sérlega glæsilegt hlaðborð þar sem boðið var upp á allar gerðir þorramats og snafs með.

Gísli S. Einarsson kom með harmonikkuna og spilaði undir borðhaldi og stjórnaði fjöldsöng með Sigurði Guðmundssyni.