Í gær heimsóttu Höfða 13 íbúar á dvalarheimili aldraðra í Qagortog, vinabæ Akraness í Grænlandi. Gestirnir kynntu sér starfsemi Höfða og litu inn til nokkurra íbúa heimilisins. Grænlendingarnir lýstu mikilli hrifningu á aðbúnaði öllum hér á Höfða. Með þeim í för var Magnús Oddsson fyrrverandi bæjarstjóri sem var leiðsögumaður hópsins í Íslandsheimsókninni.
Að lokum bauð Höfði gestunum upp á kaffi og meðlæti.