Árshátíð starfsmanna Höfða var haldin að Miðgarði s.l. laugardagskvöld. Mæting var ágæt og kvöldið vel heppnað, enda skemmtunin vel undirbúin af árshátíðarnefnd sem var skipuð þeim Sigurbjörgu Ragnarsdóttur, Hjördísi Guðmundsdóttur og Elísabetu Ragnarsdóttur.
Veislustjóri var Björn Gunnarsson læknir. Rakel Pálsdóttir söng og hljómsveitin Feðgarnir lék fyrir dansi og má segja að dansgólfið hafi verið fullt þar til árshátíðinni lauk á þriðja tímanum.
Árshátíðin tókst í alla staði mjög vel og var almenn ánægja meðal þátttakenda. Þrír starfsmenn, Helga Atladóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir og Svandís Stefánsdóttir, fengu viðurkenninguna “árshátíðartak”, litla styttu í stíl við Grettistakið sem er tákn Höfða. Viðurkenningunni fylgdi sú kvöð að viðkomandi skipa næstu árshátíðarnefnd.
Hin árlega kvöldvaka sem starfsfólk Höfða býður íbúum til var haldin s.l. fimmtudagskvöld. Boðið var upp á kökur og góðgæti sem starfsmenn komu með að heiman og voru veitingar glæsilegar að vanda. Þetta árlega boð lýsir þeim góða anda sem ríkir á Höfða.
Meðal þeirra sem skemmtu voru Gísli S.Einarsson bæjarstjóri sem spilaði á harmoniku og söng, Oddný Björgvinsdóttir og Kristín Sigurjónsdóttir spiluðu á harmoniku og fiðlu, Sigurbjörg Halldórsdóttir kvað rímur. Dýrfinna Torfadóttirgullsmiður sýndi skartgripi og Eygló Halldórsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Skarphéðinn Árnason sýndu hvernig bera átti djásnin. Einnig gaf Dýrfinna glæsilega vinninga í happdrætti kvöldsins.
Skemmtinefnd skipuðu þær Edda Guðmundsdóttir,Guðmunda Hallgrímsdóttir, Hildur Þorvaldsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir.
Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega vel og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.
Frá vinstri: Gunnar Bjarnason, Grétar Jónsson, Sigrún Stefánsdóttir, Steinunn Hafliðadóttir, Guðbjörg Pétursdóttir. Frá hægri: hjónin Björn Gústafsson og Rakel Jónsdóttir, Sigurður B.Sigurðsson, Svavar sonur hans og Ólafur Þórðarson.
Gísli S.Einarsson standandi. Til hægri eru Gunnar Bjarnason og Grétar Jónsson.
Heimabakað góðgæti frá starfsmönnum. Við gluggann standa frá vinstri skemmtinefndarkonurnar Edda Guðmundsdóttir, Guðmundína Hallgrímsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir.
Góðgæti á borðum.
Skemmtinefndin. Talið frá vinstri: Hildur Þorvaldsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Guðmundína Hallgrímsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir.
Glæsilegir skartgripir frá Dýrfinnu Torfadóttur.
Margrét A.Guðmundsdóttir og Krstinn Finnsson.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir, Skarphéðinn Árnason, Dýrfinna Torfadóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Eygló Halldórsdóttir.
Listamenn í léttu spjalli. Sveinn Guðbjarnason listmálari og Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður.
Bjarney Hagalínsdóttir og Dýrfinna Torfadóttir. Til vinstri sjást Valgerður Einarsdóttir og Ólafía Magnúsdóttir.
Sigurbjörg Halldórsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir. Í dyrunum stendur Edda Guðmundsdóttir.
Frá vinstri: Ólafur Gíslason, Lilja G.Pétursdóttir, Eygló Halldórsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir, Skarphéðinn Árnason, Sigurður Halldórsson, Stefán Bjarnason, Bjarni Guðmundsson, Sveinn Guðbjarnason, Bjarney Hagalínsdóttir, Kristinn Finnsson og Svava Gunnarsdóttir. Lengst til vinstri sjást Björn Sigurbjörnsson og Lilja Pétursdóttir.
Frá vinstri: Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Magni Ingólfsson, Sigrún Stefánsdóttir, Valgerður Einarsdóttir og Ólafía Magnúsdóttir.
Frá vinstri: Anna Erlendsdóttir, Margrét Níelsdóttir, Bára Pálsdóttir. Við borðsendann er Steinunn Jósefsdóttir, þá Kristín Kristinsdóttir og til hægri er Ólafur Gíslason.
Frá vinstri: Vigfús Sigurðsson, Hörður Jónsson, Lára Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Kristján Pálsson. Til vinstri sést Sigurbjörg Ragnarsdóttir og standandi er Hildur Bernódusdóttir.
Frá vinstri: Hákon Björnsson, Sigríður Sigursteinsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Sigurjón Jónsson og Þorgerður Bergsdóttir. Standandi er Hildur Þorvaldsdóttir.
Frá vinstri: Kristín Alfreðsdóttir, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Fanney Reynisdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Hildur Bernódusdóttir, Unnur Guðmundsdóttir og Hulda Ragnarsdóttir.
Frá visntri: Ingibjörg Ólafswdóttir, Elísabet Ragnarsdóttir, að baki henni er Dýrfinna Torfadóttir, þá Sigrún Sigurgeirsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, Svanhildur Skarphéðinsdóttir, Erla Sveinsdóttir og dóttir hennar.
dag kvöddu íbúar og starfsmenn tvær heiðurskonur sem létu af störfum á Höfða í sumar eftir langan og farsælan starfsferil, þær Guðnýju Guðjónsdóttur sem starfaði við ræstingar í rúmlega 17 ár og Sigrúnu Sigurjónsdóttur sem starfaði við aðhlynningu í rúmlega 15 ár.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði þær stöllur, þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil. Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld. Hann færði þeim hvorri um sig að gjöf afsteypu af Grettistaki, sem er tákn Höfða og gert af Magnúsi Tómassyni myndhöggvara.
Þær Guðný og Sigrún þökkuðu íbúum og starfsfólki ánægjuleg samskipti og óskuðu Höfða og þeim sem þar búa og starfa alls góðs.
Undanfarna mánuði hafa stjórnendur Höfða óskað eftir því við heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum verði fjölgað á Höfða. Nú hefur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra heimilað fjölgun hjúkrunarrýma um 2.
Nú eru því 48 hjúkrunarrými og 30 dvalarrými á Höfða.
Starfsfólk endurhæfingardeildar Hrafnistu heimsótti Höfða s.l. föstudag. Þau skoðuðu heimilið í fylgd Elísabetar Ragnarsdóttur sjúkraþjálfara. Leist þeim mjög vel á heimilið og hið fagra umhverfi þess.
Að lokum þáðu þau veitingar og fóru síðan í heimsókn á Sjúkrahús Akraness.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra heimsótti Höfða í morgun. Í fylgd með honum var Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness.
Þeir funduðu með formanni stjórnar og framkvæmdastjóra Höfða sem kynntu þeim rekstur heimilisins og fyrirætlanir um stækkun húsnæðis Höfða. Þá kynnti ráðherra framtíðarsýn sína í málefnum aldraðra.
Þá færði dagvistarfólk ráðherranum að gjöf rúðusköfu með lopahanska fyrir veturinn, en þetta er meðal þeirra fjölmörgu muna sem þar eru framleiddir og verða seldir á bazarnum 3.nóvember n.k.
Í gær hélt Kammerkór Akraness söngskemmtun á Höfða. Flutt var úrval laga upp úr Ljóðum og lögum, söngheftum sem Þórður Kristleifsson gaf út á árunum 1939-1949. Meðal þekktra laga sem þarna voru flutt voru Húmar að kvöldi, Efst á Arnarvatnshæðum, Álfareiðin og Við brunninn bak við hliðið.
Þetta var frábær söngskemmtun og troðfullur samkomusalur þakkaði flytjendum með lófataki og uppklappi.
Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson.