Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til 10 milljónir króna úr bæjarsjóði til að hefja viðbyggingu húsnæðis til fjölgunar einbýlum á Höfða. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir framlagi Hvalfjarðarsveitar til viðbótar í samræmi við eignaraðild.
Félagsliðar útskrifast
Í lok maí luku 8 starfsstúlkur á Höfða námi sem félagsliðar, en námið hafa þær stundað af miklum krafti samhliða vinnu í 4 annir.
Þær sem útskrifuðust voru: Erna Kristjánsdóttir, Guðmunda Hallgrímsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir, Helga Jónsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Katrín Björk Baldvinsdóttir, Sonja Hansen og Steina Ósk Gísladóttir.
Þessum dugnaðarkonum eru færðar bestu hamingjuóskir.
Bólu-hjálmar
Stoppleikhópurinn heimsótti Höfða í dag og sýndi nýtt íslenskt leikrit sem byggir á ævi og skáldskap Bólu-Hjálmars.
Handritshöfundar eru Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og leikarar Eggert Kaaber, Magnús Guðmundsson og Margrét Sverrisdóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Guðrúnu Öyahals.
Íbúar Höfða skemmtu sér mjög vel á þessari frábæru sýningu og þökkuðu flytjendum með lófataki.
Heimsókn frá Hrafnistu
Pétur Magnússon, nýr forstjóri Hrafnistu, og Guðmundur Hallvarðsson formaður sjómannadagsráðs heimsóttu Höfða í morgun.
Þeir kynntu sér starfsemi Höfða og skoðuðu heimilið í fylgd Guðjóns Guðmundssonar og Margrétar A.Guðmundsdóttur.
Þess má geta að Pétur er Akurnesingur, sonur hjónanna Svandísar Pétursdóttur kennara og Magnúsar Oddssonar fyrrverandi rafveitustjóra og bæjarstjóra.
Landakotsfólk í heimsókn
Starfsfólk á deild L 3 á Landakoti heimsótti Höfða í morgun. Sigurbjörg Halldórsdóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir tóku á móti gestunum, sýndu þeim heimilið og kynntu starfsemi Höfða
Tónleikar Grundartangakórsins
Grundartangakórinn hélt tónleika í samkomusal Höfða í gær.
Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar þeir Smári Vífilsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason. Þá söng Tindatríóið tvö lög, en tríóið er skipað þeim feðgum Atla Guðlaugssyni, Bjarna Atlasyni og Guðlaugi Atlasyni. Flosi Einarsson lék undir á píanó og Sigurbjörn Hlynsson lék á gítar.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri þakkaði kórnum fyrir góða skemmtun og gat þess að Grundartangakórinn hefði sungið á Höfða árlega s.l. 25 ár og undanfarin ár tvisvar á ári. Kórinn hefði því sýnt íbúum Höfða einstakan hlýhug og vináttu og verið mikill gleðigjafi í félagslífi heimilisins.
Í þakklætisskyni færði hann kórnum afsteypu af Grettistaki og bað Þorstein Ragnarsson að veita henni viðtöku, en Þorsteinn er eini kórfélaginn sem hefur sungið samfellt með kórnum þau 28 ár sem hann hefur starfað.
Þorsteinn þakkaði gjöfina og sagði að henni yrði fundinn góður staður á Grundartanga. Þá sagði hann alltaf jafn gaman að syngja á Höfða, góðar móttökur og þakklátir áheyrendur.
Söngur kórsins gerði að vanda mikla lukku, enda kórinn í miklu uppáhaldi hjá íbúum Höfða. Hylltu þeir kórinn með lófataki.
Skólabörn í heimsókn
Börn úr öðrum bekk Grundaskóla komu í vettvangsskoðun til okkar í morgun. Þau skoðuðu heimilið og Grettistakið á lóð Höfða í fylgd með kennara sínum Sigurlaugu Guðmundsdóttur.
Helga ráðin hjúkrunarforstjóri
Sigurbjörg Halldórsdóttir lætur af störfum sem hjúkrunarforstjóri á Höfða vegna aldurs í sumar. Auglýst var eftir nýjum hjúkrunarforstjóra nýlega og bárust 5 umsóknir. Stjórn Höfða samþykkti samhljóða að ráða Helgu Atladóttur í starfið.
Helga lauk hjúkrunarnámi við Háskóla Íslands árið 2000. Hún stundar nú mastersnám í hjúkrunarstjórnun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands samhliða starfi.
Helga hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi og í Þýskalandi síðan hún lauk hjúkrunarprófi. Frá apríl 2007 hefur hún starfað á Höfða.
Heilsuvika á Höfða
Nú stendur yfir heilsuvika á Höfða. S.l. fimmtudag og föstudag voru blóðtökur og mælingar á blóðþrýstingi og púlsi. Hátt í 90% starfsmanna Höfða mættu í þessar mælingar. Dagskrá heilsuvikunnar er annars þessi:
Mánudagur:Fyrirlestur kl. 16,00 um mataræði og næringu. Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi.
Þriðjudagur:Kynning á stafgöngu kl. 16,30. Katrín Harðardóttir íþrótta- og stafgöngukennari.
Miðvikudagur:Vatnsleikfimi og húllumhæ í Bjarnalaug kl. 18,30. Anna Lóa Geirsdóttir íþróttakennai.
Fimmtudagur:Kynning á stafgöngu kl. 16,30. Katrín Harðardóttir íþrótta- og stafgöngukennari.
Föstudagur:Gönguferð frá Höfða kl. 16,15 og heimsókn á kaffihúsið Skrúðgarðinn. Leiðsögn: Ásmundur Ólafsson.
Matseðill vikunnar er lagaður að þessu heilsuátaki.
Elísabet Ragnarsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Þóranna Kjartansdóttir undirbjuggu og stjórna heilsuvikunni í samráði við Reyni Þorsteinsson lækni sem hefur umsjón með öllum rannsóknum og mælingum.
Höfðagleði
Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hætt hafa vegna aldurs, læknar og stjórn Höfða, alls um 170 manns.
Margrét A.Guðmundsdóttir setti skemmtunina og stjórnaði henni. Boðið var upp á glæsilegt veisluhlaðborð sem Haukur bryti og hans fólk reiddi fram.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmti gestum af sinni alkunnu snilld við frábærar undirtektir. Þá söng Tinda tríóið nokkur lög, en tríóið samanstendur af þeim feðgum Atla Guðlaugssyni og sonum hans Bjarna og Guðlaugi. Gerði söngur þeirra mikla lukku.
Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu glæsilega vinninga í boði Verslunar Einars Ólafssonar.
Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Jóns Heiðars Magnússonar, Geirs Guðlaugssonar og Sirrýjar Indriðadóttur.
Góð stemning var á Höfðagleðinni og almenn ánægja með veitingar, skemmtiatriði og músik. Höfðagleðin tókst því í alla staði mjög vel.


-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)
-150x150.jpg)