Höfðagleði

Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hætt hafa vegna aldurs, læknar og stjórn Höfða, alls um 170 manns.

 

Margrét A.Guðmundsdóttir setti skemmtunina og stjórnaði henni. Boðið var upp á glæsilegt veisluhlaðborð sem Haukur bryti og hans fólk reiddi fram.

 

Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmti gestum af sinni alkunnu snilld við frábærar undirtektir. Þá söng Tinda tríóið nokkur lög, en tríóið samanstendur af þeim feðgum Atla Guðlaugssyni og sonum hans Bjarna og Guðlaugi. Gerði söngur þeirra mikla lukku.

 

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu glæsilega vinninga í boði Verslunar Einars Ólafssonar.

 

Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Jóns Heiðars Magnússonar, Geirs Guðlaugssonar og Sirrýjar Indriðadóttur.

 

Góð stemning var á Höfðagleðinni og almenn ánægja með veitingar, skemmtiatriði og músik. Höfðagleðin tókst því í alla staði mjög vel.