Samfylkingin í heimsókn

Frambjóðendur Samfylkingarinnar, þau Ingibjörg Valdimarsdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir og Kristinn Hallur Sveinsson, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

Sjálfstæðismenn í heimsókn

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, þau Einar Brandsson, Rakel Óskarsdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Kristjána Helga Ólafsdóttir, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor.
 

Frjálsir með Framsókn heimsækja Höfða

Frambjóðendur Frjálsra með Framsókn, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigrún Inga Guðnadóttir og Anna Þóra Þorgilsdóttir heimsóttu Höfða í dag. Þau sýndu íbúum kynningarmyndbandið „Akranes í fremstu röð“, kynntu stefnumál framboðsins í bæjarstjórnarkosningunum í vor og ræddu við íbúa.

Sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta var gestkvæmt á Höfða, Karlakórinn Svanir, sem nú hefur verið endurvakinn eftir áratuga hlé, hélt söngskemmtun á Höfða undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur sem jafnframt sá um undirleik.  Í kjölfar karlakórsins komu félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í heimsókn á fákum sínum.

Fjölgun hjúkrunarrýma

Þau ánægjulegu tíðindi bárust úr velferðarráðuneytinu sl. föstudag að ráðuneytið hefur samþykkt að breyta 5 dvalarrýmum í 5 hjúkrunarrými á Höfða.  Eftir þessa breytingu verða hjúkrunarrými á Höfða 53 í stað 48 og dvalarrými 25 í stað 30.   Breytingin styrkir tekjugrunn heimilisins um 22 mkr. á ársgrundvelli.

Höfðagleði

Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa, læknar og stjórn Höfða, alls um 190 manns.
Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur bryti og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.

Sigurlín Gunnarsdóttir setti skemmtunina og stjórnaði henni. Gestur kvöldsins var Gísli Einarssonar sem sagði gamansögur úr sveitinni. Sönghópurinn Vorvindar flutti vinsæl dægurlög fyrri ára.

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.

Að lokum var dansað við undirleik Bjórbandsins sem hélt uppi miklu stuði til miðnættis.

Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.

Bocciamót 2014

Nýlokið er hinu árlega Boccia móti Höfða. Að þessu sinni tóku 10 sveitir þátt og var hörð keppni á mótinu. Sveitin Hrútar sigraði með 28 stig, en sveitina skipuðu Kristján Pálsson, Gunnar Elíasson og Jóhannes Páll Halldórsson. Í öðru sæti var sveitin Stráin með 23 stig, en sveitina skipuðu Magnús Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir.  Í þriðja sæti var sveitin Skýin með 21 stig, en sveitina skipuðu Agnes Sigurðardóttir, Ásta Albertsdóttir og Jóhanna Ólafsdóttir.
Verðlaunaafhending fór fram í mótslok og fengu 3 efstu sveitirnar verðlaunagripi. María iðjuþjálfari ásamt aðstoðarmönnum sáu um dómarstörf og stjórnuðu mótinu af röggsemi og léttleika.
Tvö starfsmannalið tóku þátt í mótinu og komust ekki með tærnar þar sem íbúarnir höfðu hælana.

500 íbúi Höfða

Laugardaginn 2.febrúar flutti Kristjana Jónsdóttir inn á Höfða og varð þar með 500 íbúi heimilisins frá því það var opnað í febrúar 1978.

 

Að því tilefni færði Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða Kristjönu blómvönd að gjöf.

Tilmæli til gesta Höfða vegna heimsókna hafi þeir verið veikir

Frá starfsfólki Höfða


Árlega koma upp faraldrar ýmissa niðurgangspesta og inflúensu sem ganga milli manna. Heilbrigðir einstaklingar verða misjafnlega mikið veikir og jafna sig oftast fljótlega en geta verið smitandi í nokkra daga.


Á hjúkrunar- og dvalarheimilum liggja einstaklingar sem geta verið mjög viðkvæmir fyrir þessum sýkingum og verða því oft alvarlega veikir ef þeir smitast.


• Ef þú hefur verið með niðurgang, uppköst eða einkenni eins og beinverki, höfuðverk eða hita undanfarna 2 sólarhringa biðjum við þig um að fresta heimsókninni.

 

Með þessu viljum við vernda íbúa Höfða sem gætu smitast.

Þér er velkomið að hringja og fá upplýsingar um aðstandanda þinn eða tala við hann í síma.

 

Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri, 15.janúar 2013

Gjöf til Höfða

Vinkonurnar Friðmey Ásgrímsdóttir og Marey Edda Helgadóttir komu færandi hendi og gáfu Höfða afrakstur tómbólu sem þær stóðu fyrir.  Alls söfnuðu þær  6.290 krónum.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri á Höfða veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði þessa góðu gjöf og þann hlýhug sem henni fylgir.