Bocciamót 2014

Nýlokið er hinu árlega Boccia móti Höfða. Að þessu sinni tóku 10 sveitir þátt og var hörð keppni á mótinu. Sveitin Hrútar sigraði með 28 stig, en sveitina skipuðu Kristján Pálsson, Gunnar Elíasson og Jóhannes Páll Halldórsson. Í öðru sæti var sveitin Stráin með 23 stig, en sveitina skipuðu Magnús Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir.  Í þriðja sæti var sveitin Skýin með 21 stig, en sveitina skipuðu Agnes Sigurðardóttir, Ásta Albertsdóttir og Jóhanna Ólafsdóttir.
Verðlaunaafhending fór fram í mótslok og fengu 3 efstu sveitirnar verðlaunagripi. María iðjuþjálfari ásamt aðstoðarmönnum sáu um dómarstörf og stjórnuðu mótinu af röggsemi og léttleika.
Tvö starfsmannalið tóku þátt í mótinu og komust ekki með tærnar þar sem íbúarnir höfðu hælana.