Nýtt hjúkrunarskráningarkerfi.

Hjúkrunarforstjóri fór þess á leit við Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur að hún leiðbeindi okkur við að koma af stað upplýsingasöfnun- og skráningu hjúkrunar hér á Höfða. Skráning hjúkrunar er nauðsynleg til að gera hjúkrunina markvissari og skilvirkari. Einnig er skráning hjúkrunar nauðsynleg til að fylgja eftir og meta árangur af hjúkrunarmeðferð.

 

Jóhanna Fjóla hefur útbúið eyðublöð fyrir upplýsingasöfnun hjúkrunar staðfærða fyrir Höfða. Einnig færði hún okkur að gjöf skráningarkerfi með hjúkrunargreiningum, sem hún hefur unnið fyrir SHA. Þetta er sama skráningarkerfi og er notað á E-deild SHA og á hjúkrunarheimilum víða um land og hefur reynst vel.

 

Höfði þakkar SHA rausnarlega gjöf og Jóhönnu Fjólu fyrir aðstoðina.