Ljósmyndasýning

S.l. föstudag var opnuð á Höfða sýning á ljósmyndum hjónanna Helgu Guðmundsdóttur og Inga Steinars Gunnlaugssonar. Alls sýna þau um 80 myndir, flestar af fuglum en einnig mannamyndir, landslagsmyndir og listrænar myndir eftir Helgu sem hún nefnir Litaleik.

 

Við opnunina ávarpaði Guðjón Guðmundsson gesti, Ingi Steinar sagði frá ljósmyndaferli þeirra hjóna og Valgerður Jónsdóttir söng nokkur lög við undirleik Þórðar Sævarssonar.

 

Mikil aðsókn var að opnuninni og var Höfðasalurinn troðfullur. Mikil hrifning var af myndum þeirra hjóna og óhætt að segja að sýningin hafi slegið í gegn. Sýningin verður á Höfða til 20.mars.