Kökukvöld

Hið árlega kökukvöld Höfðafólks var haldið í gærkvöldi. Þar koma starfsmenn með kökur og annað góðgæti að heiman og bjóða íbúum hússins til veislu. Þetta árlega boð starfsmanna lýsir þeim góða anda og þeirri vináttu sem er milli starfsmanna og íbúa Höfða.

Starfsmenn skipa árlega nefnd til að undirbúa kökukvöld. Að þessu sinni var nefndin skipuð þeim Rakel, Guðmundu, Vigdísi, Hrönn og Maríönnu. Dagskrá kökukvöldsins var þannig að Guðjón ávarpaði samkomuna, Gísli S.Einarsson spilaði og söng, karlakórinn krummarnir söng nokkur lög, hjónin Sigurbjörg og Hallgrímur kváðu rímur og dúettinn Nína og Dalla söng nokkur lög.

Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.