Jólalögin sungin

 

Í morgun mætti Elísabet Karlsdóttir með gítarinn á hjúkrunardeild Höfða og söng gömlu góðu jólalögin með íbúum. Með henni í för var barnabarnabarn hennar Patrekur Orri Unnarsson sem aðstoðaði ömmu sína við flutninginn. Vel var tekið undir og þakkaði Höfðafólk Elísabetu og Patreki  kærlega fyrir þessa ljúfu stund.

 

Elísabet hefur undanfarna mánuði komið vikulega og sungið með heimilisfólki og eru heimsóknir hennar afar vel þegnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *