Höfðagleði

Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs og stjórn Höfða, alls um 170 manns.

 

Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur kokkur og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram.

 

Hinn landskunni Ómar Ragnarsson stjórnaði skemmtuninni að þessu sinni og fór á kostum. Hann flutti ótal skemmtiatriði og söng við undirleik Hauks Heiðar.

 

Sigurbjörn Skarphéðinsson söng gamanvísur og Höfðakórinn söng nokkur lög við undirleik Hauks Heiðar. Þá var dregið í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu glæsilega vinninga í boði Einars Ólafssonar kaupmanns.

 

Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Jóns Heiðars Magnússonar, Geirs Guðlaugssonar og Sirrýjar Indriðadóttur.

 

Höfðagleðin tókst vel að vanda og var almenn ánægja með veitingar, skemmtiatriði og músik.