Hjúkrunarfræðingar í heimsókn

19 hjúkrunarfræðingar komu í heimsókn á Höfða s.l. laugardag í fylgd hollsystur sinnar Ingibjargar Pálmadóttur. Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri tók á móti þeim, sýndi þeim heimilið og sagði frá starfsemi Höfða. Að heimsókninni lokinni héldu þær áfram í skemmtiferð sinni um Akranes.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *