Helga styrkt

Í fyrradag voru veittir fjórir styrkir úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands, en sjóðurinn styrkir áhugaverðar rannsóknir í öldrunarmálum.

 

Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri á Höfða hlaut 300 þúsund króna styrk vegna rannsóknar sinnar á heilsufari og færni aldraðra með einkenni heilabilunar á hjúkrunardeildum á Íslandi og gæðum þeirrar hjúkrunar sem þeir njóta. Um er að ræða meistaraverkefni Helgu en hún stundar meistaranám í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.