Heimsókn frá Kanada

Í dag heimsóttu Höfða góðir gestir frá dvalarheimilil aldraðra í Vancouver, Höfn Icelandic Harbour, þeir Norman Eyford stjórnarformaður og Erlendur Oli Leifsson stjórnarmaður.

 

Með þeim í för voru tveir Skagamenn, feðgarnir Sigurbjörn Björnsson og Ómar Sigurbjörnsson, en Ómar hefur stundað háskólanám í Vancouver.

 

Gestirnir frá Vancouver skoðuðu Höfða hátt og lágt, litu inn í íbúðir og spjölluðu við íbúana, kynntu sér starfsemi heimilisins og ræddu við starfsmenn. Þeir létu í ljós mikla hrifningu af Höfða og aðbúnaði öllum á heimilinu.

 

Norman Eyford færði Höfða að gjöf vandaða tösku, merkta Höfn Icelandic Harbour og Höfði gaf þeim hina landsþekktu grjónapoka sem hér eru framleiddir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *