Heilsuvika á Höfða

Nú stendur yfir heilsuvika á Höfða. S.l. fimmtudag og föstudag voru blóðtökur og mælingar á blóðþrýstingi og púlsi. Hátt í 90% starfsmanna Höfða mættu í þessar mælingar. Dagskrá heilsuvikunnar er annars þessi:

 

Mánudagur:Fyrirlestur kl. 16,00 um mataræði og næringu. Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi.

 

Þriðjudagur:Kynning á stafgöngu kl. 16,30. Katrín Harðardóttir íþrótta- og stafgöngukennari.

 

Miðvikudagur:Vatnsleikfimi og húllumhæ í Bjarnalaug kl. 18,30. Anna Lóa Geirsdóttir íþróttakennai.

 

Fimmtudagur:Kynning á stafgöngu kl. 16,30. Katrín Harðardóttir íþrótta- og stafgöngukennari.

Föstudagur:Gönguferð frá Höfða kl. 16,15 og heimsókn á kaffihúsið Skrúðgarðinn. Leiðsögn: Ásmundur Ólafsson.

 

Matseðill vikunnar er lagaður að þessu heilsuátaki.

 

Elísabet Ragnarsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Þóranna Kjartansdóttir undirbjuggu og stjórna heilsuvikunni í samráði við Reyni Þorsteinsson lækni sem hefur umsjón með öllum rannsóknum og mælingum.