Nýr heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, heimsótti Höfða s.l. laugardag. Ráðherrann ræddi við framkvæmdastjóra Höfða um rekstur og framtíðaráætlanir heimilisins.
Að fundi loknum gaf ráðherrann sér góðan tíma til að rölta um húsið og heilsa upp á íbúa Höfða. Var honum afskaplega vel tekið og sumir gaukuðu að honum góðum ráðum um hvað væri brýnasta verkefni nýs heilbrigðisráðherra.