Grænir fingur á Höfða

Annað árið í röð er sáð og plantað út í nýja gróðurkassa á Höfða.  Í kössunum er m.a. jarðarber, grænkál, steinselja og ýmsar kryddplöntur s.s. graslaukur, mynta, blóðberg, origanó og timjan.  Vaskur hópur heimilismanna hefur unnið að ræktuninni undir stjórn þeirra Lísu sjúkraþjálfara, Maríu iðjuþjálfa og fleiri starfsmanna.  Að ræktuninni hafa komið þær  Jóhanna Ólafsdóttir, Rafnhildur Árnadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðborg Elíasdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir.  Síðan hafa þeir Jóhannes Páll Halldórsson og Kristján Pálsson verði duglegir við að vökva plönturnar.