Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Nýkjörin stjórn Höfða hélt sinn fyrsta fund í gær. Samkvæmt nýrri skipulagsskrá fyrir Höfða tilnefnir bæjarstjórn Akraness formann stjórnar og tvo aðra stjórnarmenn en Hvalfjarðarsveit einn stjórnarmann.

Formaður stjórnar er Benedikt Jónmundsson, aðrir fulltrúar tilnefndir af bæjarstjórn Akraness Karen Jónsdóttir og Rún Halldórsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar er Anton Ottesen.
Á þessum fyrsta fundi var Anton kosinn varaformaður og Karen ritari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *