Fyrsta skóflustunga að hjúkrunarálmu

 

 

S.l. föstudag tók  Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra  fyrstu skóflustunguna að nýrri hjúkrunarálmu sem kemur norður úr elsta hluta Höfða. Áður hafði Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða ávarpað viðstadda og lýst aðdraganda þessarar framkvæmdar. Með tilkomu þessarar álmu verða fjölbýli úr sögunni á Höfða að undanskildum hjóníbúðum.

 

Í för með ráðherra var starfslið Velferðarráðuneytisins ásamt mökum, alls um 100 manns. Viðstaddir þessa athöfn voru einnig fulltrúar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, stjórnarmenn í Höfða, fulltrúar verktaka, arkitekt, eftirlitsmenn o.fl.

 

Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar í Höfðasal. Þar kynntu Guðjón Guðmundsson og Margrét A.Guðmundsdóttir starfsemi Höfða og ráðherra þakkaði góðar móttökur.