Fræðsla fyrir starfsfólk

Fræðsla fyrir starfsfólk Höfða er konin í gang á ný eftir langt sumarfrí og hafa nokkrir fræðslufundir verið haldnir síðasta mánuðinn.

14.nóvember komu starfsmenn frá Sjónstöð Íslands, þær Vala Jóna Garðarsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir og fræddu okkur um sjónstöðina, um hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta og umgengni við sjónskerta.

28.nóvember fjallaði Elísabet Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari Höfða um byltur aldraðra. Talað var um áhættuþætti byltna og varnir gegn þeim.

12.desember kom Björn Gunnarsson læknir SHA og fræddi okkur um verkjalyf, allt frá Opium til nútímalegri verkjalyfja. Fjallað var um notkun þeirra, aukaverkanir o.fl.

Fræðslufundir halda áfram á nýju ári.