Fermingarfræðsla

Í dag heimsóttu Höfða 16 ungmenni úr Grundaskóla. Þau eiga að fermast í vor og óskuðu eftir að hitta íbúa Höfða og forvitnast um hvernig undirbúningi og fræðslu var háttað þegar þau voru fermd.

 

Fjórir íbúar Höfða, þau Björn Gústafsson, Gunnvör Björnsdóttir, Kjartan Guðmundsson og Stefán Bjarnason, hittu fjögur ungmenni hver og fræddu þau um hvernig staðið var að fermingu þeirra fyrir mörgum áratugum.

Unga fólkið var í fylgd kennara síns, Hjördísar Grímarsdóttur. Allir sem tóku þátt í þessu spjalli höfðu af því mikla ánægju.