Félagsmálaráðherra heimsækir Höfða

 

Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra heimsótti Höfða í dag. Með honum í för voru Guðbjartur Hannesson alþingismaður og fjórir efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í komandi bæjarstjórnarkosningum þau Sveinn Kristinsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Einar Benediktsson. Gestirnir kynntu sér starfsemi Höfða og ræddu við íbúa og starfsmenn. Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri fylgdi gestunum um húsið, en hún á sæti á framboðslista Samfylkingarinnar.