Grundartangakórinn hélt sína árlegu desembertónleika á Höfða í gær. Stjórnandi kórsins er AtliGuðlaugsson og einsöngvari Guðlaugur Atlason. Undirleik annaðist Flosi Einarsson.
Tónleikarnir voru haldnir við erfiðar aðstæður þar sem samkomusalur Höfða er lokaður vegna framkvæmda. Aðsókn var sérlega góð og var gangurinn frá matsal og að skrifstofu troðfullur af íbúum Höfða og Höfðagrundar sem skemmtu sér konunglega.
Grundartangakórinn hefur haldið desembertónleika á Höfða árlega s.l. 27 ár og er kórinn í miklum metum hjá Höfðafólki.
Í gær var aðventusamkoma á Höfða. Sr. Eðvarð Ingólfsson stjórnaði samkomunni. Ræðumaður var Árni Múli Jónasson bæjarstjóri. Sr. Eðvarð fór með gamanmál. Stúlknakór Akraneskirkju söng undir stjórn og við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar og Halla Margrét Jónsdóttir léktvö lög á píanó. Að lokum sameinuðust allir í bæn.
Aðventusamkoman tókst í alla staði vel og var mjög vel sótt af íbúum Höfða og Höfðagrundar og ættingjum íbúanna. Eftir samkomuna var svo boðið upp á kaffi, djús og smákökur.
Árni Múlí Jónasson í ræðustól. Sitjandi er sr. Eðvarð Ingólfsson. Til vinstri sjást Ingveldur Ásmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Gunnar Guðjónsson.
Í dag settust nokkrir íbúar Höfða að laufabrauðsskurði. Gaman var að fylgjast með handbragði þeirra, enda flestir þaulvanir laufabrauðsskurði um áratugaskeið. Verkið gekk vel undir röggsamri stjórn Öddu húsmóður.
Handan borðs sést Guðrún Adolfsdóttir.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir, Skarphéðinn Árnason, Svandís Stefánsdóttir og Anna M.Jónsdóttir.
Í gærkvöldi var fundur Lionsklúbbs Akraness haldinn á Höfða. Guðjón Guðmundsson bauð Lionsmenn velkomna og minnti á að Lionsklúbburinn hefði allt frá stofnun Höfða fært heimilinu margar góðar gjafir sem hefðu nýst vel. Guðjón sagði frá starfsemi Höfða, framkvæmdum og hvað væri framundan og svaraði spurningum Lionsmanna.
Valdimar Þorvaldsson formaður Lionsklúbbsins þakkaði móttökurnar og þann góða mat sem Haukur bryti bauð upp á.
Vinstra megin borðs sitja frá vinstri: Guðmundur Pálmason, Daði Halldórsson, Gestur Sveinbjörnsson og Ragnar Sigurðsson. Lengst til hægri sést Jónas Hallgrímsson.
Frá vinstri: Sigurvin Sigurjónsson, Ólafur Grétar Ólafsson, Þórir Bergmundsson, Guðjón Guðmunsson og Gunnar Elíasson.
Framkvæmdir við fyrri verkhluta stækkunar þjónusturýma ganga vel. Verkið tafðist nokkuð í sumar vegna hönnunarmála og krafna frá Brunamálastofnun, en verktakinn reiknar þrátt fyrir það með að verklok verði á umsömdum tíma.
Magnús H.Ólafssonarkitekt og Bragi Þór Sigurdórsson rafhönnuður fóru í skoðunarferð um nýbygginguna með deildarstjórum og framkvæmdanefnd. Þeir gerðu grein fyrir væntanlegu útboði á seinni hluta verksins sem verður boðinn út í þessum mánuði.
Í fyrradag voru veittir fjórir styrkir úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands, en sjóðurinn styrkir áhugaverðar rannsóknir í öldrunarmálum.
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri á Höfða hlaut 300 þúsund króna styrk vegna rannsóknar sinnar á heilsufari og færni aldraðra með einkenni heilabilunar á hjúkrunardeildum á Íslandi og gæðum þeirrar hjúkrunar sem þeir njóta. Um er að ræða meistaraverkefni Helgu en hún stundar meistaranám í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Í gær heimsótti hinn sívinsæli Raggi Bjarna Höfða og söng gömlu góðu lögin og fór með gamanmál. Íbúar og dagdeildarfólk tóku undir sönginn og skemmtu sér konunglega. Ása Ólafsdóttir tók tvö lög með Ragga, en hún var dægurlagasöngkona á yngri árum.