Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Vortónleikar Grundartangakórsins

Grundartangakórinn hélt sína árlegu vortónleika á Höfða s.l. þriðjudag. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar Smári Vífilsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason.


Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og undirtektir góðar. Kórinn hefur sýnt íbúum Höfða einstaka ræktarsemi en þetta mun vera 30.árið sem kórinn syngur á Höfða og undanfarin ár tvisvar á ári.


Myndirnar tók Helgi Daníelsson.

Árni Johnsen skemmtir Höfðafólki

Árni Johnsen skemmti íbúum og dagdeildarfólki í Höfðasal í dag. Árni söng og sagði sögur eins og honum einum er lagið. Hann kallaði Freystein Jóhannsson upp og sungu þeir saman síðustu lögin. Mikil aðsókn var að þessari skemmtun og undirtektir góðar.

Framkvæmdum lokið

Um síðustu helgi lauk framkvæmdum við endurnýjun gamla hjúkrunargangsins. Öllum tvíbýlum var breytt í einbýli og húsnæðið tekið í gegn hátt og lágt. Allir eru sammála um að mjög vel hafi til tekist; skemmtilegar íbúðir, fallegt og bjart samrými, góð vinnuaðstaða og frábært útsýni.


Verktaki var Alefli í Mosfellsbæ og hönnuður Magnús H.Ólafsson. Flutt var í íbúðirnar í byrjun þessarar viku. Þar með næst það langþráða takmark að allir íbúar Höfða búa í einbýli að undanskildum 5 hjónum.


Nú  er lokið þeim umfangsmiklu framkvæmdum sem staðið hafa yfir s.l. 3 ár. Þjónusturými voru stækkuð, eldhús stækkað og búið nýjum tækjum, ný hjúkrunarálma byggð og gamla hjúkrunardeildin endurnýjuð. Óhætt er að fullyrða að Höfði sé eitt allra glæsilegasta hjúkrunar- og dvalarheimili landsins eftir þessar framkvæmdir.

Karlakórinn Svanir á Höfða

Karlakórinn Svanir, sem nú hefur verið endurvakinn eftir áratuga hlé, hélt sína fyrstu söngskemmtun á Höfða á sumardaginn fyrsta. Söngstjórar eru Sigríður Elliðadóttir og Páll Helgason sem jafnframt er undirleikari.


Höfðasalurinn var troðfullur, en yfir 100 manns sóttu  þessa söngskemmtun og skemmtu sér konunglega.
Myndirnar tók Guðni Hannesson.