Dvalarheimilið Höfði er nú lýst upp með bleiku ljósi í tilefni af því að í október er vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi. Þetta er hluti af árveknisátaki, en tákn þess er bleika slaufan.
Bleika slaufan liggur frammi á Höfða. Það fé sem safnast er notað til verkefna sem valin eru af Krabbameinsfélaginu og Samhjálp kvenna.
Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis hefur verið þátttakandi í átakinu síðan 2004 en þá var Sjúkrahús Akraness lýst upp í bleiku og í fyrra var það Akraneskirkja.