Jóhannes Gunnarsson bifvélavirki, sem bjó á Dvalarheimilinu Höfða frá 1. des.2001 til dánardags 13. júlí 2005 arfleiddi Höfða að öllum sínum fjármunum, alls tæpum 5,7 millj.kr. sem lagðar hafa verið í gjafasjóð Höfða og munu verða notaðir til kaupa á nauðsynlegum tækjum og búnaði sem koma íbúum heimilisins til góða.
Jóhannes hafði áður gefið Höfða stórgjafir, alls 8 millj.kr. á árunum 2000 og 2002. Þessar höfðinglegu gjafir hafa nýst mjög vel og eiga stóran þátt í því að Höfði er eitt best búna dvalarheimili landsins. fæddist að Kistufelli í Lundarreykjadal árið 1913 og var lengst af kenndur við þann stað. Hann bjó á Akranesi frá árinu 1933, lengst á Laugarbraut 14 (Kistufelli) og Heiðargerði 15. Jóhannes starfaði lengi hjá Sementsverksmiðjunni, einnig var hann aðstoðarmaður í Bíóhöllinni. Hann átti sæti í stjórnum Iðnaðarmannafélags Akraness,Bindindisfélags ökumanna og Leikfélags Akraness. Auk þess starfaði hann í Skátafélagi Akraness og Góðtemplarareglunni um árabil.
Stjórn Höfða, starfsfólk og íbúar minnast Jóhannesar með hlýhug og þakklæti fyrir einstakan höfðingsskap.