Allar færslur eftir user7sj1fc4mt

Boccia mót 3.dagur.

Í morgun var keppt í C og D riðlum Boccia mótsins. Liðin í C riðli eru þannig skipuð:

NAGLAR: Siggi H, Fríða, Helga
HRÚTAR: Árni, Guðbjörg P, Grétar
FOLAR: Guðný, Þura, Inga

Úrslit urðu sem hér segir:

NAGLAR 6 – HRÚTAR 5
HRÚTAR 3 – FOLAR 8
FOLAR 6 – NAGLAR 3

Folar urðu í 1.sæti og fara í úrslit.

Liðin í D-riðli eru þannig skipuð:
HETJUR: Ingileif, Sigrún S, Einar
ERNIR: Adda, Lárus, Bjarney
FÁLKAR: Guðrún A, Skúli Þ, Sjöfn

Úrslit urðu sem hér segir:

ERNIR 1 – FÁLKAR 8
FÁLKAR 8 – HETJUR 3
HETJUR 7 – ERNIR 5

Folar urðu í 1.sæti og fara í úrslit

Boccia mót 2.dagur.

Í dag var keppt í B-riðli Boccia mótsins. Liðin í B-riðli eru þannig skipuð:
RÚSÍNUR: Magnús, Ella, Bjarni
STRÁIN: Hákon, Herdís, Guðbjartur
GARPAR: Tómas S, Sigrún H, Eggert
ÚLFAR: Valgerður, Skúli K, Gunnar
Úrslit urðu sem hér segir: 

RÚSÍNUR 9 – STRÁIN 1
GARPAR 8 – ÚLFAR 2
RÚSÍNUR 2 – GARPAR 12
STRÁIN 8 – GARPAR 5
ÚLFAR 6 – RÚSÍNUR 5
STRÁIN 5 – ÚLFAR 5 

GARPAR urðu í 1.sæti og fara í úrslit.

Boccia mót.

3ja daga Boccia mót Höfða hófst í dag, en því lýkur með verðlaunaafhendingu á kaffihúsakvöldi n.k. fimmtudagskvöld. 14 lið taka þátt í mótinu og eru 3 keppendur í hverju liði. Liðunum er skipt í 4 riðla og kemst sigurlið hvers riðils í úrslit. Liðin eru í 1.riðli eru þannig skipuð:
SÓLIR: Magni, Guðbjörg Þ, Siggi B.
MÁNAR: Kristján, Halla, Bára.
SKÝIN: Svava, Diddi, Marinó.
LÓUR: Sigurbjörg, Steinunn H, Jón.

Keppni í 1.riðli lauk í dag og urðu úrslit sem hér segir: 
SÓLIR 6 – MÁNAR 5
SKÝIN 3 – LÓUR 5
MÁNAR 7 – SKÝIN 1
LÓUR 4 – SÓLIR 7
SÓLIR 1 – SKÝIN 8
MÁNAR 1 – LÓUR 8

LÓUR og SÓLIR
urðu því efst og jöfn, en LÓUR fara í úrslit eftir sigur á SÓLUM í bráðabana.

Höfðinglegur arfur.

Hjónin Andrés Andrésson og Kristgerður Þórðardóttir, Skagabraut 25, arfleiddu Dvalarheimilið Höfða að öllum sínum eignum (íbúðarhúsi, innbúi og bankainnistæðum). Arfurinn rennur í gjafasjóð Höfða og verður notaður til kaupa á nauðsynlegum tækjum og búnaði sem koma mun íbúum heimilisins til góða. Höfðinglegar gjafir velunnara Höfða í gjafasjóðinn á undanförnum árum hafa nýst mjög vel og eiga stóran þátt í því að Höfði er eitt best búna dvalarheimili landsins.

 

Andrés Andrésson fæddist á Hamri í Múlasveit í A-Barðastrandasýslu 28.júní 1925. Hann lést 22.apríl 2003. Andrés var starfsmaðurSementsverksmiðjunnar til starfsloka. Hann var orðlagður völundur í höndunum og hafði að aukastarfi smíði húsgagna, rokka o.fl.

 

Kristgerður Þórðardóttir fæddist á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu 30.ágúst 1922. Hún lést 23.desember 2005. Kristgerður starfaði við fiskvinnslu um langt árabil.

 

Hún var mikil hannyrðakona og nutu þeir hæfileikar hennar sín vel í dagvistinni á Dvalarheimilinu Höfða sem hún stundaði reglulega síðustu árin og líkaði vel.

 

Stjórn Höfða, starfsfólk og íbúar minnast þessara heiðurshjóna með hlýhug og þakklæti fyrir einstakan höfðingsskap.

Nýtt hjúkrunarskráningarkerfi.

Hjúkrunarforstjóri fór þess á leit við Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur að hún leiðbeindi okkur við að koma af stað upplýsingasöfnun- og skráningu hjúkrunar hér á Höfða. Skráning hjúkrunar er nauðsynleg til að gera hjúkrunina markvissari og skilvirkari. Einnig er skráning hjúkrunar nauðsynleg til að fylgja eftir og meta árangur af hjúkrunarmeðferð.

 

Jóhanna Fjóla hefur útbúið eyðublöð fyrir upplýsingasöfnun hjúkrunar staðfærða fyrir Höfða. Einnig færði hún okkur að gjöf skráningarkerfi með hjúkrunargreiningum, sem hún hefur unnið fyrir SHA. Þetta er sama skráningarkerfi og er notað á E-deild SHA og á hjúkrunarheimilum víða um land og hefur reynst vel.

 

Höfði þakkar SHA rausnarlega gjöf og Jóhönnu Fjólu fyrir aðstoðina.

Starfsmenn kvaddir.

Í dag kvöddu íbúar og starfsmenn tvær heiðurskonur sem létu af störfum á Höfða á síðasta ári eftir langan og farsælar starfsferil, þær Elsu Guðmundsdóttur sem starfaði rúmlega 13 ár í eldhúsi Höfða og Áslaugu Hjartardóttur sem var hárgreiðslumeistari heimilisins í 22 ár.

 

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði þær stöllur, þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil, en báðar voru þær vinsælar og vel látnar af íbúum og samstarfsmönnum á Höfða.Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.

 

Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, formaður stjórnar Höfða, afhenti þeim afsteypu af Grettistaki með áletrun þar sem þeim eru þökkuð góð störf. Hún þakkaði störf þeirra og óskaði þeim velfarnaðar.

 

Þær Elsa og Áslaug þökkuðu íbúum og starfsfólki ánægjuleg samskipti og óskuðu Höfða og þeim sem þar búa og starfa farsældar á ókomnum árum.

Nýr hárgreiðslumeistari.

Í gær tók nýr hárgreiðslumeistari, Guðný Aðalgeirsdóttir, við rekstri hárgreiðslustofunnar á Höfða, en Áslaug Hjartardóttir hætti störfum á Þorláksmessu eftir 22ja ára farsælt starf. Guðný er boðin velkomin á Höfða. Hún er reyndur hárgreiðslumeistari og er fengur að fá hana hingað til starfa. Guðný leigir aðstöðuna og lýkur þar með rekstri Höfða á hárgreiðslustofu, en þjónustan er áfram tryggð, enda góð hárgreiðslustofa nauðsynlegur þáttur í starfsemi Höfða.

Góðir gestir.

Í gær heimsóttu Höfða þeir Magnús Stefánsson alþingismaður NV-kjördæmis og Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri. Þeir félagar fengu sér kaffisopa með íbúum og starfsfólki og litu við í dagvistinni þar sem Sigríður Beinteinsdóttir frá Hávarðsstöðum færði þeim ljóðabók með ljóðum hennar og 7 systkina hennar.

Jólaball.

Í dag var haldið árlegt jólaball á Höfða. Geysigóð mæting var á ballið, meiri en nokkru sinni áður. Hinn óviðjafnanlegi Gísli S.Einarsson stjórnaði dansi, söng og leikjum og hélt uppi miklu stuði.

 

Jólasveinarnir Gluggagægir og Kertasníkir komu í heimsókn, sungu, spjölluðu við börnin og gáfu þeim góðgæti.

Fjölmargir íbúar Höfða komu á ballið og glöddust með ungviðinu.

Jólaguðsþjónusta.

Sr. Eðvarð Ingólfsson messaði á Höfða á annan jóladag. Kirkjukór Akraness söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Mikil hátíðarstemning ríkti meðal íbúa Höfða sem fjölmenntu til þessarar jólaguðsþjónustu