Allar færslur eftir Kjartan Kjartansson

Framlenging á hertum heimsóknarreglum

HÆTTUSTIG almannavarna – COVID-19

Heimsóknir eru leyfðar á eftirfarandi tíma:  Frá kl. 14:00 til kl. 16:00

Allir gestir eru beðnir að virða 2ja metra regluna (nema maki)

Allir gestir  þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur í inngangi heimila.  

Eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er að einn gestur komi í heimsókn í einu.  Stjórnendur heimila meta aðstæður og geta leyft 2 gestum að hámarki að koma inn á sama tíma á meðan að hættustig almannavarna er í gildi.     

Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu og sérstaklega er mikilvægt að virða eftirfarandi:

Ekki vera í fjölmenni. Dæmi um hvað átt er hér við:

Ekki fara í stórar veislur,   almenna reglan er að vera ekki í samkvæmi þar sem fleiri en 10 koma saman.

Takmarka ferðir í verslanir. Ef þarft að fara í verslun, ekki fara á háannatíma. Fara frekar snemma morguns eða seinna um kvöld þegar minna er að gera.

Ekki koma í heimsókn ef þú hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.

Ekki koma í heimsókn  ef þú ert með flensulík einkenni eða ert í sóttkví/einangrun.

Ekki koma í heimsókn ef þú hefur umgengist einhvern sem er með flensulík einkenni eða hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.

Heimsóknargestir eiga að fara beint inn og út úr herbergi aðstandenda og mega ekki dvelja í sameiginlegum rýmum.

Heimsóknargestur sem þarf að ná tali af starfsmanni er beðin að hringja til hans og bíða svo inn á herbergi þar til starfsmaður kemur til hans.

Íbúar mega fara í bíltúr, göngutúr og í heimsóknir með þeim tilmælum að í þessum ferðum hitti íbúar í flestum tilfellum sömu aðila og þá sem koma í heimsókn til þeirra á hjúkrunarheimilið.

Reglur þessar taka þegar gildi.

Fh. Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Hertar heimsóknarreglur

Til aðstandenda íbúa á Höfða

Í ljósi þess að komið hefur upp hópsmit vegna COVID 19 á Akranesi er óhjákvæmlegt að herða heimsóknarreglur á Höfða að nýju.

Húsinu hefur verið lokað fyrir utanaðkomandi gestum nema þeirra sem hingað sækja nauðsynlega þjónustu.

Heimilt er að koma í heimsókn frá 14 til 16 en einungis einn gestur í einu til hvers íbúa.

Gestur fer inn í herbergi íbúa og dvelur þar á meðan heimsókn stendur.

Ekki er heimilt að dvelja í alrýmum heimilisins eða ná sér í kaffi í sameiginlegu eldhúsi íbúa.

Húsinu verður lokað kl. 16 og þá eiga gestir að hafa yfirgefið húsið.

Ef íbúi fer út af heimilinu og í heimsókn út í bæ má hann einungis hitta einn aðstandanda.

Vinsamlega farið eftir þessum tilmælum svo ekki komi til algjörrar lokunar heimilisins líkt og fyrr á árinu. Við biðlum því til allra aðstandenda að virða þessar reglur.

Munið að hér býr viðkvæmasti hópurinn og þessar reglur eru gerðar til að vernda íbúa heimilisins.

Alls ekki koma í heimsókn ef:

 1. Þú ert í sóttkví.
 2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Þessar reglur gilda frá 29. júlí til 12. ágúst 2020

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Uppfærðar heimsóknarreglur

Kæru aðstandendur,

Í ljósi þess að nokkuð bakslag hefur komið í baráttu okkur Íslendinga við Kórónuveiruna COVID-19 viljum við ítreka heimsóknarreglur Höfða og vekjum athygli á nýjum takmörkunum:

Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:
• Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins.
• Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.

Áfram eru eftirfarandi heimsóknarreglur í gildi ásamt nýjum takmörkunum:

 1. Húsið er opið fyrir gesti frá kl 13 – 20 alla daga.
 2. Hámarksfjöldi gesta í einu eru 4 einstaklingar.
 3. Gestir halda sig inni á herbergjum íbúa. Ekki í alrýmum deilda en mega hittast á 1. hæð í alrýminu þar.
 4. Íbúar og gestir mega fara út í garð að vild.
 5. Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 6. Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja. Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
 7. Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
 8. Öll hólfaskipting íbúa og starfsmanna fellur niður.

Alls ekki koma í heimsókn ef:

 1. Þú ert í sóttkví.
 2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.
 6. Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:
       • Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins.
       • Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta         greinst eftir sýnatöku.

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynsla hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfum við að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana. Munið að ávallt þarf að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun, en það hefur einmitt sýnt sig að þær skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist á milli einstaklinga.

Við óskum eftir að aðstandendur og gestir virði þessar heimsóknarreglur svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða og takmarkanna.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum 2. júní 2020

Þann 2. júní fellur niður heimsóknabann á Höfða sem verið hefur síðan 7. mars 2020 og húsið opnar að nýju fyrir gesti og utanaðkomandi þjónustuaðila. Þó munu verða nokkrar takmarkanir sem verður aflétt í lok júní ef allt gengur að óskum.

 1. Húsið er opið fyrir gesti frá kl 13 – 20 alla daga.
 2. Hámarksfjöldi gesta í einu eru 4 einstaklingar.
 3. Gestir halda sig inni á herbergjum íbúa. Ekki í alrýmum deilda en mega hittast á 1. hæð í alrýminu þar.
 4. Íbúar og gestir mega fara út í garð að vild.
 5. Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 6. Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja. Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
 7. Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
 8. Öll hólfaskipting íbúa og starfsmanna fellur niður.

Við viljum áfram minna á eftirfarandi heimsóknarreglur:

Alls ekki koma í heimsókn ef:

 1. Þú ert í sóttkví
 2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
 3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynsla hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfum við að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana. Munið að ávallt þarf að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun, en það hefur einmitt sýnt sig að þær skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist á milli einstaklinga.

Iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun verður heimil i sama formi og fyrir 7. mars hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.

Hárgreiðsla og fótsnyrting verður í sama formi og fyrir 7. mars hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.

Dagdvöl Höfða verður í sama formi og fyrir 7. mars.

Frá og með 8. júní verða eftirfarandi tilslakanir:

 1. Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða.
 2. Þjónustu við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu.

Við bjóðum gesti velkomna og hlökkum til að opna heimilið að nýju en biðjum þá um leið að virða þær fáu takmarkanir sem eftir eru.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Frekari tilslakanir á heimsóknarbanni

Kæru aðstandendur

Frá og með 20. maí er íbúum Höfða heimilt að fara í göngu í garðinum með ættingja sínum milli kl. 14 og 16 virka daga.  Þetta er ekki tengt hinni vikulegu heimsókn heldur er þetta aukning við hana.  Hámark í slíkri einstakri heimsókn eru 2 einstaklingar í einu. Hringja þarf á heimili viðkomandi íbúa og ákveða tíma sem ættingi ætlar í göngu með íbúa. Hafa skal í huga að starfsfólk þarf að undirbúa og klæða marga. Íbúi og ættingi hittast svo í anddyrinu út í garðinn á fyrstu hæð (ekki aðalinngangur). Ekki er gert ráð fyrir að fólk fari í bíltúra eða heimsóknir fyrr en eftir 2. júní.

Frá og með 20. maí verður 2ja metra nándarmörk milli íbúa og aðstandenda aflétt.  Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarra íbúa heimilisins.

Frá og með 25. maí mega íbúar fá til sín tvo gesti í einu tvisvar sinnum í viku. Sami háttur er hafður á varðandi tímapöntun það er að panta heimsóknartíma hjá deildarstjóra.  Frá og með 25. maí verður heimilt að börn yngri en 14 ára komi í heimsókn.

Heimsóknartími er frá klukkan 14 til 16 alla virka daga. Panta þarf tíma símleiðis milli kl 11 og 12 virka daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:

 • 14:00
 • 14:15
 • 14:30
 • 14:45
 • 15:00

Hafið samband við deildarstjóra á viðkomandi deild og pantið heimsóknartíma. 

1. hæð. Kristín sími: 856-4308

2. hæð. Lína sími: 856-4306

3. hæð. Margrét sími: 856-4307

Áfram eru í gildi eftirfarandi heimsóknarreglur:

Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:

Þú ert í sóttkví

Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku

Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Frekari tilslakanir eftir 2. júní verða kynntar fyrir mánaðarmót ef vel gengur.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Tilslökun Höfða á heimsóknarbanni

Ágæti aðstandandi

Heimsóknir verða leyfðar inn á  Höfða  frá og með 4. mai næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Heimild til heimsókna er einu sinni í viku fyrir hvern íbúa, ein klukkustund í senn.  Einungis er heimilt að einn aðstandandi komi í heimsókn vikulega.  Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.   Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma.  Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:

Þú ert í sóttkví

Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku

Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Heimsóknartími er frá klukkan 14 til 16 alla virka daga. Panta þarf tíma símleiðis milli kl 11 og 12 virka daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:

 • 14:00
 • 14:15
 • 14:30
 • 14:45
 • 15:00
 • Hafið samband við deildarstjóra á viðkomandi deild og pantið heimsóknartíma.   Ef vel gengur í baráttunni við veiruna, verður tíðni heimsókna aukin.
 • 1. hæð. Kristín sími: 856-4308
 • 2. hæð. Lína sími: 856-4306
 • 3. hæð. Margrét sími: 856-4307
 • Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19 fyrir 4. maí.
 • Hinkrið eftir starfsmanni við anddyri á aðalinngangi og hann fylgir ykkur til íbúa.   Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.
 • Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk. Ef þið óskið frekari upplýsinga um heilsufar aðstandenda ykkar þá er betra að hringja til að fá þær upplýsingar.
 • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
 • Athugið að starfsfólk á deildum tekur ekki á móti tímapöntunum.
 • Ekki er heimilt að koma í heimsókn utan heimsóknartíma og ávallt þarf að panta tíma fyrirfram.
 • Eins og áður ef um sérstakar aðstæður er að ræða eru heimsóknir leyfðar í samráði við deildarstjóra.

Aðrar breytingar sem verða frá 4. maí á starfsemi Höfða

Iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, önnur þjálfun: Einstaklingsmeðferð verður fyrir íbúa og starfsfólk á heimil­inu. Einstaklingar utan úr bæ mega ekki koma inn á heimili til þjálfunar fyrr en frekari tilslakanir verða. Í sal sjúkraþjálfunar er nauðsynlegt að halda 2ja metra reglunni áfram og hámarksfjöldi í sal miðast við að þessi regla haldi. Hópameðferð skal áfram vera takmörkuð við að einstaklingar í sama sóttvarna­hólfi séu saman við æfingar.

Hárgreiðsla og hársnyrting/fótaaðgerð og fótsnyrting: Er aðeins leyfð fyrir heimilismenn og starfs­menn á hverjum tíma. Einstaklingar utan úr bæ mega ekki koma inn á heimilið til að fá þessa þjónustu á sama tíma og íbúar eru í sama rými. Gæta þarf vel að aðskilnaði íbúa frá utanaðkomandi gestum. Almenna reglan er áfram að einstaklingar í sama sóttvarnahólfi fái þjónustu á sama tíma.

Þann 4. maí mun dagdvöl Höfða opna aftur en með miklum takmörkunum, styttri tími hvern dag, færri einstaklingar og svæðið verður vandlega afmarkað frá heimilisfólki Höfða.

Að lokum viljum við biðja ættingja að virða tímatakmarkanir og halda sig eingöngu inn á herbergi ástvinar síns.

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir

Tilkynning til aðstandenda íbúa á Höfða

Kæru aðstandendur

Á upplýsingafundi almannavarna í dag voru kynntar tilslakanir varðandi heimsóknir á hjúkrunarheimili.

Samkvæmt útgefnum leiðbeiningum þarf hvert heimili að aðlaga fjölda heimsókna að sínum aðstæðum.

Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá 4. maí 2020 samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir.

Hafin er vinna við reglur um heimsóknir til íbúa á Höfða og verða þeir kynntar þriðjudaginn 28. apríl. 

Heilsa og velferð íbúanna okkar þarf alltaf að vera í forgangi og því munum við fara varlega í tilslakanir á heimsóknarbanni og verða þær með miklum takmörkunum.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Fréttir frá Höfða

Kæru aðstandendur

Á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar 14. apríl s.l. nefndi forsætisráðherra í máli sínu að tilslakanir á heimsóknarbanni hjúkrunarheimila væru í undirbúningi og á daglegum fundi Almannavarna í vikunni nefndi Landlæknir að þessar tillögur yrðu kynntar í næstu viku.

Vinnuhópur á vegum Almannavarna, Embættis landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og hjúkrunarheimila hefur fundað reglulega síðustu vikur og er hópurinn nú að vinna tillögur að þessum tilslökunum. Þær verða gerðar í hægum skrefum en fyrstu tilslakanirnar munu væntanlega taka gildi 4. maí. Fram að 4. maí verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni.

Tilslakanirnar verða kynntar síðasta vetrardag, miðvikudaginn í næstu viku (22. apríl) og þykir okkur líklegt að það muni verða mjög lítil skref í einu til að byrja með. Um leið og þessar upplýsingar liggja fyrir munum við fara að skipuleggja með hvað hætti þetta yrði hér hjá okkur.

Við gerum okkur grein fyrir að aðstandendur og íbúar eru orðnir óþreyjufullir að hittast en á sama tíma viljum við vera mjög varkár. Þar sem íbúar Höfða rétt eins og annarra hjúkrunarheimila eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni. Það þarf því að fara afskaplega varlega í að opna heimilið fyrir utanaðkomandi gestum.

Heilsa og velferð íbúanna okkar þarf alltaf að vera í forgangi og því ef til vill vissara að byrja mjög hægt og með miklum takmörkunum.

Allmargir íbúar á Höfða hafa lýst yfir ótta og þykir öryggi sínu ógnað ef opna á heimilið. Við þurfum líka að virða óskir þeirra og sýna þeim skilning.

Að lokum viljum við þakka fyrir þolinmæði ykkar og skilning og ekki hvað sist góðar og hlýjar kveðjur.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Tilkynning til aðstandenda íbúa á Höfða

Kæru aðstandendur

Mörg heimili eru að fá fyrirspurnir frá ættingjum varðandi það að taka íbúa hjúkrunarheimila út af heimilinu yfir páska í matarboð eða í heimsóknir til ættingja. Almennt hafa stjórnendur heimila verið hvattir til að hafna slíkum beiðnum og er bent á upplýsingafund Almannavarna frá því á mánudaginn þar sem Anna Birna hjúkrunarforstjóri Sóltúns fór yfir stöðuna og síðustu mínúturnar á fundi Almannavarna og sóttvarnalæknis í gær. Eins og fram kom á þessum fundum erum við að nálgast hápunkt faraldursins og nauðsynlegt að allt samfélagið virði þessar takmarkanir og allir séu samtaka í því að vernda þennan áhættuhóp sem býr innan heimilisins. Á hjúkrunarheimilum býr viðkvæmasti hópurinn og ljóst að ef upp kemur sýking þá er það dauðans alvara.

Eins og Víðir tók fram á fundinum í gær þá vilja almannavarnir og sóttvarnarlæknir að heimsóknarbannið gangi í báðar áttir. Þannig að ef íbúi hjúkrunarheimilis fer sjálfur eða er tekinn af ættingjum út af hjúkrunarheimilinu, getur heimilið hafnað því að hleypa honum aftur inn. Mun þá væntanlega þurfa að skoða að útskrifa íbúann. Ef til þessa kemur mun verða farið yfir málið í samstarfshóp á vegum sóttvarnarlæknis.

Í ljósi þessara upplýsinga og þessarar grafalvarlegu stöðu í þjóðfélaginu eru það eindregin tilmæli frá okkur að ættingjar taki ekki aðstandanda sinn af Höfða heim til sín í heimsókn eða í bíltúr meðan á samkomubanninu stendur. Íbúar eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins verða að virða 2ja metra regluna og ferðast innanhúss eins og við hin og hlýða Víði. Þetta er gert af umhyggju og til að gæta fyllstu varúðar gagnvart skjólstæðingum okkar.

Við höfum fengið nokkrar athugasemdir varðandi starfsfólk okkar sem kemur inn á heimilið og fer heim að vakt lokinni. Það er algjörlega ljóst að við getum ekki veitt þjónustu inn á heimilinu nema hafa starfsfólk. Hér hefur starfsfólk tekið hlutverk sitt mjög alvarlega og dregið sig í hlé eins og kostur er utan vinnutíma til að vernda skjólstæðinga sína hér á heimilinu.

Við biðlum til aðstandenda að virða þessi tilmæli og bjóða ekki íbúum Höfða heim um páskana

Með vinsemd og virðingu

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Gjöf frá Lionsklúbbi Akraness

Frá afhendingu Ipad spjaldtölvanna. F.v. Benjamín Jósefsson, Kjartan Kjartansson, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Grétar Ólafsson.

Þeir komu færandi hendi forsvarsmenn Lionsklúbbs Akraness í gær þegar þeir gáfu Höfða að gjöf fjórar Ipad spjaldtölvur, ásamt heyrnartólum. Það voru þau Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri og Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri sem veittu gjöfinni viðtöku. Að sögn Benjamíns Jósefssonar hjá Lionsklúbbi Akraness ákvað klúbburinn að bregðast skjótt við í ljósi þess að heimsóknabann er í gildi. Tækin eiga að auðvelda að íbúar á Höfða geti haft samskipti í gegnum tölvurnar við vini og venslafólk heima fyrir. Benjamín gat þess einnig að verslunin Omnis á Akranesi hafi bæði gefið klúbbnum veglegan afslátt af tækjakaupunum en auk þess gefur verslunin hulstur til að hlífa tækjunum við hnjaski.

Við á Höfða viljum færa Lionsmönnum kærar þakkir fyrir gjöfina sem mun koma sér vel fyrir íbúa heimilisins.