Aðventusamkoma

Í gær var haldin aðventusamkoma á Höfða undir stjórn sr. Eðvarðs Ingólfssonar. Kór Akraneskirkju söng jólalög og sálma undir stjórn og undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Fjögur ungmenni fluttu tónlistaratriði, þau Halla Margrét Jónsdóttir, Ari Jónsson, Auður Marín Adolphsdóttir og Katarína Stefánsdóttir. Ræðumaður var Ari Jóhannesson læknir. Þá stjórnaði sr. Eðvarð spurningaleik á léttum nótum milli íbúa og starfsmanna Höfða. Liðin skipuðu Jóhanna Ólafsdóttir og Kristján Ásgeirsson íbúar og Adda og Guðjón starfsmenn. Dómari var Indriði Valdimarsson og úrskurðaði hann að liðin hefðu skilið jöfn. Að lokum flutti sr.Eðvarð bæn og blessun.

 

Höfðasalurinn var troðfullur við þessa athöfn sem var bæði skemmtileg og hátíðleg. Að lokum þakkaði Guðjón öllum sem komið hefðu fram fyrir að flytja jólastemninguna inn á Höfða og Adda bauð viðstöddum í kaffi og smákökur.