Í gær var haldinn fundur með aðstandendum þeirra sem búa á Höfða. Á fundinum kynnti Guðjón Guðmundsson nýafstaðnar og væntanlegar framkvæmdir við Höfða, Ragnheiður Guðmundsdóttir kynnti starf djákna, Helga Jónsdóttir starfsemi dagdeildar, Haukur S.Ingibjargarson starfsemi mötuneytis og Bylgja Kristófersdóttir starfsemi hjúkrunardeildar. Fundarstjóri var Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri.
Að loknum þessum kynningum voru svo umræður og fyrirspurnir. Þá fór fram skrifleg könnun meðal fundarmanna um hvað þeim fyndist um þjónustuna á Höfða og kom fram almenn ánægja með hana. Einnig var beðið um ábendingar varðandi aðstöðu og þjónustu og komu fram ýmsar ágætar hugmyndir.
Fundurinn var mjög vel sóttur.