Starfsmenn kvaddir.

Í dag kvöddu íbúar og starfsmenn tvær heiðurskonur sem létu af störfum á Höfða á síðasta ári eftir langan og farsælar starfsferil, þær Elsu Guðmundsdóttur sem starfaði rúmlega 13 ár í eldhúsi Höfða og Áslaugu Hjartardóttur sem var hárgreiðslumeistari heimilisins í 22 ár.

 

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði þær stöllur, þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil, en báðar voru þær vinsælar og vel látnar af íbúum og samstarfsmönnum á Höfða.Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.

 

Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, formaður stjórnar Höfða, afhenti þeim afsteypu af Grettistaki með áletrun þar sem þeim eru þökkuð góð störf. Hún þakkaði störf þeirra og óskaði þeim velfarnaðar.

 

Þær Elsa og Áslaug þökkuðu íbúum og starfsfólki ánægjuleg samskipti og óskuðu Höfða og þeim sem þar búa og starfa farsældar á ókomnum árum.