Vegna gruns um Covid smit hjá íbúa er Vík er komin í sóttkví.
Deildin er því lokuð og engar heimsóknir leyfðar. Eingöngu starfsmenn á vakt hafa heimild til að koma inn á deildina.
Stjórnendur Höfða
Vegna gruns um Covid smit hjá íbúa er Vík er komin í sóttkví.
Deildin er því lokuð og engar heimsóknir leyfðar. Eingöngu starfsmenn á vakt hafa heimild til að koma inn á deildina.
Stjórnendur Höfða
Það er staðfest smit á Tindi og er viðkomandi íbúi kominn í einangrun. Deildin er í sóttkví og því lokað fyrir heimsóknir fram á mánudag.
Enn og aftur vonum við það besta og viðhöfum smitvarnir eins og hægt er.
Kær kveðja,
Stjórnendur Höfða
Búið er að aflétta sóttkví af Jaðri og Tindi. Einn íbúi á Jaðri verður áfram í einangrun og tveir íbúar á Tindi þurfa að fara aftur í PCR próf og verða í einangrun meðan beðið er eftir niðurstöðum.
Við hvetjum aðstandendur og gesti til að takmarka heimsóknir eins og kostur er meðan versta bylgjan af faraldrinum gengur yfir. Því færri smitleiðir því betra fyrir íbúa á Höfða.
Við þökkum fyrir skilninginn og góðar kveðjur.
Stjórnendur Höfða
Nú um stundir erum við stödd í miklum ólgusjó þar sem veirufaraldurinn skellur á okkur á fullum þunga eftir að stjórnvöld gáfu veirunni lausan tauminn.
Nú um helgina hafa komið upp tvö tilfelli um rökstudd smit, með jákvæðum hraðprófum, meðal íbúa Höfða. Af þeim orsökum eru tvær deildir á Höfða komnar í sóttkví og er lokað fyrir heimsóknir bæði á Jaðri og Tindi. Allir íbúar á þessum deildum fara í PCR próf í dag og verða deildirnar í sóttkví meðan beðið er niðurstöðu þeirra prófa.
Auk þess höfum við verið að glíma við að þó nokkrir starfsmenn hafa greinst með veiruna og eru í einangrun. Það hefur verið erfitt að manna vaktir að undanförnu og mikið álag á starfsfólki. En það vinnur bara harðduglegt fólk á Höfða og bæði hefur starfsfólk hlaupið hraðar ef það vantar á vaktina og eins mætt á aukavaktir og lagt allt annað til hliðar.
Það má búast við að næstu vikur verði mjög erfiðar en við vonum það besta en búum okkur undir að hér eins og annars staðar í þjóðfélaginu geti veiran stungið sér niður.
Við munum eins og hingað til berjast af fullu afli gegn henni og gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja íbúa Höfða fyrir þeim vágesti þó svo leikurinn sé ójafn þessa stundina.
Kær kveðja,
Stjórnendur Höfða