Frekari tilslakanir á heimsóknarbanni

Kæru aðstandendur

Frá og með 20. maí er íbúum Höfða heimilt að fara í göngu í garðinum með ættingja sínum milli kl. 14 og 16 virka daga.  Þetta er ekki tengt hinni vikulegu heimsókn heldur er þetta aukning við hana.  Hámark í slíkri einstakri heimsókn eru 2 einstaklingar í einu. Hringja þarf á heimili viðkomandi íbúa og ákveða tíma sem ættingi ætlar í göngu með íbúa. Hafa skal í huga að starfsfólk þarf að undirbúa og klæða marga. Íbúi og ættingi hittast svo í anddyrinu út í garðinn á fyrstu hæð (ekki aðalinngangur). Ekki er gert ráð fyrir að fólk fari í bíltúra eða heimsóknir fyrr en eftir 2. júní.

Frá og með 20. maí verður 2ja metra nándarmörk milli íbúa og aðstandenda aflétt.  Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarra íbúa heimilisins.

Frá og með 25. maí mega íbúar fá til sín tvo gesti í einu tvisvar sinnum í viku. Sami háttur er hafður á varðandi tímapöntun það er að panta heimsóknartíma hjá deildarstjóra.  Frá og með 25. maí verður heimilt að börn yngri en 14 ára komi í heimsókn.

Heimsóknartími er frá klukkan 14 til 16 alla virka daga. Panta þarf tíma símleiðis milli kl 11 og 12 virka daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:

  • 14:00
  • 14:15
  • 14:30
  • 14:45
  • 15:00

Hafið samband við deildarstjóra á viðkomandi deild og pantið heimsóknartíma. 

1. hæð. Kristín sími: 856-4308

2. hæð. Lína sími: 856-4306

3. hæð. Margrét sími: 856-4307

Áfram eru í gildi eftirfarandi heimsóknarreglur:

Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:

Þú ert í sóttkví

Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku

Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Frekari tilslakanir eftir 2. júní verða kynntar fyrir mánaðarmót ef vel gengur.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri