Í síðustu viku komu um 20 börn af Leikskólanum Akraseli í heimsókn á Höfða í fylgd leikskólakennara.
Börnin sungu vísur Vatnsenda-Rósu „Augun mín og augun þín“ fyrir fólkið á dagdeild sem hafði mikla ánægju af þessari heimsókn og tóku margir undir sönginn.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2012
Starfsaldursviðurkenningar
Í dag voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar við stutta athöfn í matsal Höfða að viðstöddum íbúum Höfða og dagdeildarfólki. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 19 starfsmenn viðurkenningu:
Fyrir 5 ára starf: Anna K.Belko, Fanney Reynisdóttir, Haukur S.Ingibjargarson, Helga Atladóttir, Kristín Alfreðsdóttir, Margrét Reimarsdóttir, Pálína Sigmundsdóttir og Þórey Einarsdóttir.
Fyrir 10 ára starf: Sigurlaug Garðarsdóttir.
Fyrir 15 ára starf: Arína Guðmundsdóttir, Elísabet Ragnarsdóttir og Hulda Ragnarsdóttir.
Fyrir 20 ára starf: Sigrún Sigurgeirsdóttir og Svandís Stefánsdóttir.
Fyrir 25 ára starf: Helga Jónsdóttir, Katrín Baldvinsdóttir, Kristín P.Magnúsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Fyrir 30 ára starf: Margrét A.Guðmundsdóttir.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins. Guðjón sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða og minnti á mikilvægi stöðugs vinnuafls en 50 starfsmenn hafa starfað á Höfða í 10 ár eða lengur.
Á myndina vantar Kristínu, Pálínu og Ragnheiði.
Þjóðdansasýning
Í gær sýndi danshópurinn Sporið þjóðdansa í Höfðasal. Stjórnandi var Ásrún Kristjánsdóttir og harmonikuleikarar Hilmar Hjartarson og Karl Stefánsson.
Mjög góð aðsókn var að þessari sýningu og skemmti Höfðafólk sér vel.
Andrea og Eðvarð Skemmta Höfðafólki
Nýlega átti Gunnhildur Benediktsdóttir 85 ára afmæli. Á afmælisdaginn birtust Eðvarð Lárusson gítarleikari, sonur Gunnhildar, og söngkonan Andrea Gylfadóttir og skemmtu íbúum hjúkrunardeildar við góðar undirtektir.
Vormarkaður á Höfða
Fundur með aðstandendum
Í gær var haldinn fundur með aðstandendum þeirra sem búa á Höfða. Dagskrá fundarins var svohljóðandi:
- Fjármál, framkvæmdir, greiðsluþátttaka íbúa í vistgjöldum: Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri
- Breyting við flutning móður á hjúkrunarheimili: Guðrún Björnsdóttir aðstandandi
- Allir í einbýli – breyting á starfsemi við afnám tvíbýla: Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
- Vinir Höfða – kynning á aðstandendafélagi: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
- Umræður og fyrirspurnir.
Þá fór fram skrifleg könnun meðal fundarmanna um hvað þeim fyndist um þjónustuna á Höfða og hvaða ábendingar þeir hefðu varðandi aðstöðu og þjónustu. Niðurstaða þessarar könnunar var mjög jákvæð.
Hátt í 70 manns sóttu fundinn.