Hin árlega menningarhátíð Akurnesinga, Vökudagar, hefst 27.október. Höfði tekur að vanda þátt í Vökudögum og býður upp á aðstandendaþema. Dagskráin er svohljóðandi:
28.október kl. 17:
Pétur Ottesen spjallar á léttum nótum.
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir syngur við undirleik
Sveins Arnars Sæmundssonar.
Léttar veitingar.
29.október kl. 14:
Tinda tríó (Atli Guðlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason) og Sveinn Arnar syngja
Ármann Jónsson og Erna Dögg Pálsdóttir sýna dansa.
28. október kl. 17 – 20 og 29.október kl. 14 -17:
Björn Lúðvíksson sýnir málverk og ljósmyndir.
Mömmur.is sýna hvað þær eru að gera.
Íbúar Höfða; Auður Elíasdóttir, Björn Gústafsson og Ólöf Hjartardóttir selja kort, skartgripi o.fl.