Kristján Jóhannsson í Höfðasal

 

 

Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson hélt tónleika í Höfðasal á laugardaginn. Meðleikari var Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Kristján söng íslensk, skandinavísk og ítölsk lög.

 

Höfðasalur var troðfullur og um 100 áheyrendur skemmtu sér konunglega. Kristján endaði tónleikana  með því að syngja Hamraborgina og risu áheyrendur úr sætum og þökkuðu kröftuglega fyrir þessa frábæru söngskemmtun.