Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í gær. 50 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið til Þingvalla þar sem rúntað var um svæðið. Síðan var ekið um nýja veginn til Laugarvatns og þaðan niður Grímsnes til Selfoss þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð á Hótel Selfoss. Síðan var farin skoðunarferð um Selfoss og Hveragerði og þaðan ekið til Reykjavíkur þar sem Harpan var skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Heim var svo komið kl. 18,20.
Hópurinn fékk frábært ferðaveður, logn, sól og allt að 20 stiga hita. Ferðast var með sérútbúinni hjólastólarútu frá Sæmundi. Leiðsögumaður var Björn Ingi Finsen og var leiðsögn hans fróðleg og skemmtileg að vanda.
Vösk sveit Höfðakvenna aðstoðaði fólkið í ferðinni. Á meðfylgjandi mynd sem Guðjón tók af þeim ásamt leiðsögumanni á Selfossi eru f.v. Björn Ingi, Inga Lilja, Adda, Kata, Ragnheiður, Marianne og Rúna.
Fremst sitja Steindórs Steinsdóttir og Sigrún Björgvinsdóttir. Í 2.röð Inga Magnúsdóttir og Anna Gunnlaugsdóttir. Að baki henni er Kristján Ásgeirsson og til hægri er Stefán Bjarnason.
Frá vinstri: Björn Ingi Finsen, Inga Lilja Guðjónsdóttir, Margrét A.Guðmundsdóttir, Katrín Baldvinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Marianne Ellingsen og Rúna B.Sigurðardóttir.
Hótel Selfoss bauð upp á glæslilegt meðlæti með kaffinu.
Fremst sitja Jónína Halldórsdóttir og Helga Ívarsdóttir. Í 2.sætaröð eru Björn Gústafsson og Árni Guðbrandsson.
Ásgeir bílstjóri aðstoðar Sigurjón Jónsson við að komast inn í rútuna.
Lengst til vinstri stendur Marianne Ellingen. Við borðið sjást frá vinstri: ………., Sjöfn Jóhannesdóttir, Gísli Pálsson, Ármann Gunnarsson og Guðný Þorvaldsdóttir og hægra megin frá hægri: Inga Magnúsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Árni Guðbrandsson, Bjarney Hagalínsdóttir, Tómas Sigurðsson, Sigríður Sigurbjörnsdóttir og …………..
Í dag hófust Írskir dagar á Akranesi og verða mikil hátíðarhöld vítt og breitt um bæinn fram á sunnudag. Íbúar Höfða og dagdeildarfólk héldu upp á Írska daga með samkomu um miðjan daginn. Boðið var upp á léttar veitingar. Félagar úr Kammerkór Akraness sungu góðu gömlu íslensku lögin undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.
Frábær stemning var á þessari samkomu sem var mjög vel sótt og má segja að nýji Höfðasalurinn hafi verið troðfullur.
Fremst situr Björn Gunnlaugsson. Í næstu röð frá hægri: Einar Jónsson, Ólafur Ólafsson, Gunnar Elíasson, Anna M.Jónsdóttir og Skúli Ketilsson. Í þriðju röð frá hægri: Steinunn Hafliðadóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Lilja Pétursdóttir og Guðmundur Þór Sigurbjörnsson. Aftast (við hljóðfærið) situr Vigfús Sigurðsson.
Fremsta röð frá vinstri: Guðný Þorvaldsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ingibjörg F.Hjartar, Gróa Egilsdóttir og Guðrún Finnbogadóttir. 2.röð frá vinstri: Oddur Sigurðsson, Ásta Albertsdóttir, Árni Guðbrandsson og Björn Gunnlaugsson. 3.röð frá hægri: Einar Jónsson, Ólafur Ólafsson og Gunnar Elíasson.
Fremsta röð frá vinstri: Bjarney Hagalínsdóttir, Jónína Halldórsdóttir, Helga Ívarsdóttir og Lára Arnfinnsdóttir. 2.röð frá vinstri: Svava Símonardóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Sigrún Frederiksen, Selma Samúelsdóttir, Steindóra Steinsdóttir og Guðrún Þ.Árnadóttir. Þriðja röð frá vinstri: Sigurjón Jónsson, Ingvar Ingvarsson, Sesselja Óskarsdóttir og lengst til hægri Oddur Sigurðsson og Guðmundur Þór Sigurbjörnsson.
Frá vinstri: Stefán Bjarnason, Björn Gústafsson og Jóhannes Halldórsson
Frá vinstri: Unnur Guðmundsdóttir, Ármann Gunnarsson, Ágúst Gíslason, Tómas Sigurðsson og Freysteinn Jóhannsson
Frá vinstri: Sveinn Arnar Sæmundsson, Þorleifur Örnólfsson, Ingþór Þórhallsson, ……….. , Unnur Arnardóttir, Þórgunnur Stefánsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Guðmundur Valsson og Karl Karlsson.