Bocciamót

Hinu árlega Boccia móti Höfða lauk í gær. Keppnin var að vanda jöfn og spennandi. 8 lið tóku þátt í mótinu.

 

Liðin voru þannig skipuð:

SKÝIN:

Anna M.Jónsdóttir,

Sjöfn Jóhannesdóttir og

Guðrún Adolfsdóttir.

 

FÁLKAR:

Guðný Þorvaldsdóttir,

Lilja Pétursdóttir og

Ásta Albertsdóttir.

 

FOLAR:

Björn Gústafsson,

Hákon Björnsson og

Guðrún Kjartansdóttir.

 

STRÁIN:

Jóhannes P.Halldórsson,

Rakel Jónsdóttir og

Bjarney Hagalínsdóttir.

 

ERNIR:

Magnús Guðmundsson,

Lára Arnfinnsdóttir og

Gunnvör Björnsdóttir.

 

RÚSÍNUR:

Tómas Sigurðsson,

Vigfús Sigurðsson og

Lúðvík Björnsson.

 

SÓLIR:

Þuríður Jónsdóttir,

Auður Elíasdóttir og

Kristján Pálsson.

 

GARPAR:

Gunnar Guðjónsson,

Sigurjón Jónsson og

Svava Símonardóttir.

 

Í þriggja liða úrslitum kepptu FOLAR, STRÁIN og RÚSÍNUR. Úrslit urðu þau að FOLAR sigruðu, RÚSÍNUR lentu í 2.sæti og STRÁIN í 3 sæti.

 

Edda og Adda voru dómarar og stjórnuðu mótinu af röggsemi og í léttum dúr. Fjöldi áhorfenda var á öllum leikjunum.

 

Verðlaunaafhending fór fram í morgun. Að henni lokinni léku 3 starfsmenn; Unnur, Sigurbjörg og Erla sýningarleik. Kom í ljós að þær komust ekki með tærnar þar sem íbúarnir hafa hælana í Boccia!

Höfðabíó

S.l. föstudagskvöld bauð Höfði starfsmönnum og gestum á einkasýningu á kvikmyndinni MAMMA GÓGÓ í Bíóhöllinni. Um 160 manns mættu á sýninguna og skemmtu sér vel.

Höfðingleg gjöf

Í dag heimsóttu Höfða 8 konur úr Kvenfélaginu Björk í Skilmannahreppi og færðu heimilinu að gjöf rafstýrðan, leðurklæddan hægindastól fyrir dagdeild og hjartastuðtæki. Skilmannahreppur hefur nú sameinast öðrum hreppum sunnan Skarðsheiðar í sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit og Kvenfélagið Björk hefur hætt starfsemi sinni. Félagið átti peninga í sjóði og ákváðu konurnar að gefa þá til góðra mála og nýtur Höfði góðs af því. Þess má geta að starfssvæði Höfða er Akranes og Hvalfjarðarsveit.

 

Margrét Magnúsdóttir afhenti gjafirnar. Helga Atladóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir veittu þeim viðtöku.