Í dag kvöddu íbúar og starfsmenn tvær heiðurskonur sem létu af störfum á Höfða fyrr á þessu ári eftir langan og farsælan starfsferil, þær Bryndísi Guðmundsdóttur sem starfaði á Höfða í 23 ár og Svanheiði Friðþjófsdóttur sem starfaði á Höfða í 18 ár.
Báðar störfuðu þær við aðhlynningu og fleiri störf þar til mötuneyti Höfða tók til starfa árið 1992, en þar hafa þær starfað síðan. Hefur Bryndís leyst brytann af, enda afbragðs kokkur og bakari.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði þær stöllur, þakkaði stöf þeirra og rakti farsæln starfsferil. Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þær mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.
Þær Bryndís og Svanheiður þökkuðu íbúum og starfsfólki ánægjuleg samskipti og óskuðu Höfða og þeim sem þar búa og starfa alls góðs.