Vorferð starfsmanna Höfða

S.l. laugardag fór um helmingur starfsmanna Höfða í árlega vorferð. Að þessu sinni var haldið til Stykkishólms. Þar heimsóttum við sjúkrahúsið þar sem Róbert Jörgensen svæðisstjóri og Hrefna Frímannsdóttir yfirsjúkraþjálfari tóku á móti hópnum, buðu upp á kaffi og tertur, og lýstu starfseminna, einkum bakmeðferð sem sjúkrahúsið sérhæfir sig í.

 

Næst var haldið í Norska húsið og það skoðað með leiðsögn, einnig heimsóttu margir handverkshúsið en síðan var bjórverksmiðjan Mjöður heimsótt. Þar lýsti Gissur Tryggvason framleiðslunni og boðið var upp á smökkun.

 

Loks var snæddur dýrindis kvöldverður í Narfeyrarstofu og heim komu ánægðir ferðalangar upp úr miðnætti.