Í tengslum við Vökudaga á Akranesi voru tvær sýningar opnaðar á Höfða fyrir helgi.
Fyrst ber að nefna sýninguna „Það sem augað mitt sér“ sem er ljósmyndasýning 5 ára barna í leikskólanum Garðaseli.
Á föstudaginn var opnuð samsýning Ásgeirs Samúelssonar sem sýnir útskurð og myndlistarkvennanna Jóhönnu Vestmann og Nínu Áslaugar Stefánsdóttur.
Við opnunina spilaði Þjóðlagasveit Tónlistaskóla Akraness undir stjórn Ragnars Skúlasonar.
Sýningarnar verða opnar meðan á Vökudögum stendur.