Vökudagar 2013

Í tilefni Vökudaga var opnuð sýning á málverkum Sylvíu Björgvinsdóttur s.l. föstudag. Við opnunina söng sönghópurinn Stúkurnar nokkur lög.  Boðið var upp á léttar veitingar.


Sýningin er opin alla daga meðan á Vökudögum stendur til 9. nóvember nk.


Á sunnudaginn var síðan Hanna Þóra Guðbrandsdóttir söngkona ásamt Jóni Gunnari Biering Margeirssyni gítarleikara með tónleika í Höfðasal .  Flutt voru íslensk sönglög, má þar nefna lög eftir Sigfús Halldórsson, Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Jórunni Viðar og ýmsa fleiri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *