Vinnuskólinn aðstoðar

Í góða veðrinu að undanförnu hefur verið mikil þátttaka í gönguferðum um hið fagra umhverfi Höfði og niður með Langasandi.

 

Leitað var til vinnuskóla bæjarins og óskað eftir aðstoð þaðan. Einar Skúlason forstöðumaður skólans tók þessari málaleitan ljúflega og útvegaði 4 stúlkur sem mæta á hverjum morgni og aðstoða við göngutúrana.

 

Mikil ánægja er með þátttöku þessara dugnaðarstúlkna sem án efa hafa gott af að kynnast gamla fólkinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *