Vel heppnuð sýning

Í tilefni Vökudaga á Akranesi var opnuð sýning á handverki og list starfsmanna, íbúa og dagdeildarfólks á Höfða s.l. föstudag.

 

Við opnunina söng nýstofnaður kór starfsmanna Höfða nokkur lög undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur. Gunnþórunn Valsdóttir og Bjarney Guðbjörnsdóttir léku undir á hljóðfæri.

 

<pMjög margir lögðu leið sína á sýninguna sem stóð alla helgina og við opnunina var troðfullt af fólki sem skoðaði það sem til sýnis var af miklum áhuga og klappaði kórnum lof í lófa fyrir góðan flutning.

 

Segja má að þessi sýning hafi slegið í gegn, enda fjölbreytt handverk og listmunir til sýnis sem vöktu óskipta athygli sýningargesta. Nokkrir íbúa Höfða voru með sölubása og seldu vel af handverki sínu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *