S.l. föstudag héldu íbúar Höfða og dagdeildarfólk samverustund í samkomusalnum. Þar flutti Kjartan Guðmundsson draugasögur og einnig frumortar gamanvísur, Guðrún Adolfsdóttir lék nokkur lög á píanó.
Skarphéðinn Árnason fór með kveðskap og Guðjónína Sigurðardóttir stjórnaði fjöldasöng og lék undir á gítar.
Þessi samverustund tókst mjög vel. Samkomusalurinn var troðfullur og skemmti fólk sér vel og höfðu flestir á orði að þetta þyrftum við að gera fljótlega aftur.