Vel heppnaður vormarkaður

Í gær var haldinn vormarkaður á Höfða. Þar var meðal annars í boði úrval af sultum, kæfu, brauði, kleinum, garðplöntum, fötum og fleiru sem starfsmenn seldu til fjáröflunar fyrir væntanlega Þýskalandsferð.

 

Nokkrir íbúar vor með stórskemmtilega sölubása þar sem meðal annars var boðið upp á falleg gjafakort, veiðiflugur, skartgripi og handunna steina, allt unnið af seljendum.

 

Spákona var á staðnum og var biðröð hjá henni allan opnunartímann. Einnig var boðið upp á orkujöfnun og margt fleira.  Elísabet sjúkraþjálfari var með málverkasýningu og seldi hátt í 30 myndir.

 

Í nýja matsalnum var boðið upp á kaffi og vöfflur og djús fyrir börnin. Þar var troðfullt allan tímann, en mörg hundruð manns sóttu þennan vel heppnaða vormarkað.