Í gær afhenti Hafdís Daníelsdóttir Höfða veglega hljóðfæragjöf, píanó og gítar, til minningar um mann sinn Helga Andrésson sem lést í bílslysi á Kjalarnesi þennan dag fyrir 10 árum. Gjöfin er frá Hafdísi, börnum hennar og barnabörnum og voru þau viðstödd athöfn í tilefni gjafarinnar.
Margrét A. Guðmundsdóttir bauð gesti velkomna, Hafdís flutti ávarp og afhenti framkvæmdastjóra fallegan blómvönd, Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða þakkaði þessa góðu gjöf og minntist starfa Helga fyrir Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar, en meirihluti starfsmanna Höfða eru þar félagsmenn.
Viðstaddir þessa athöfn voru flestir íbúar Höfða, en að henni lokinni var boðið upp á kaffi og meðlæti. Þar fluttu stutt ávörp Guðjón framkvæmdastjóri og Ragnar Leósson íbúi á Höfða